Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Íslenski hópurinn á Kempenshof-tilraunabúgarðinum.
Íslenski hópurinn á Kempenshof-tilraunabúgarðinum.
Mynd / JB
Fréttir 2. desember 2015

Skoðuðu hollenskan búskap, áburðarframleiðslu og mjaltatækni

Höfundur: JB
Á dögunum hélt 37 manna hópur íslenskra kúabænda í fræðsluferð til Hollands á vegum Líflands, ásamt þremur starfsmönnum frá Líflandi.
 
Ferðalagið hófst þriðjudaginn 27. október og haldið var heim laugardagsmorguninn 31. október. Meginmarkmið ferðarinnar var að kynna bændur fyrir hollenskum búskap, samstarfsfyrirtækinu Trouw Nutrition og GEA mjaltatækni.
 
Eftir flug var haldið beint til Utrecht, þar sem hópurinn hélt til þessa daga. Utrecht er nokkuð miðsvæðis í landinu og gert var út í dagsferðir frá Utrecht. Eftir komu, á síðdegi þriðjudags, var farið í stutt borgarrölt um miðaldaborgina Utrecht, sem endaði með kvöldverði á vegum samstarfsfyrirtækis Líflands í Hollandi, Trouw Nutrition. Gerton Huisman, sem er íslenskum bændum að góðu kunnur eftir fjölda bændafunda hérlendis, fræddi hópinn um landið og búskap Hollendinga. 
 
Miðvikudeginum var annars vegar varið í heimsókn í mjólkurduftsverksmiðju Trouw Nutrition í Deventer, sem framleiðir m.a. Sprayfo mjólkurduft, auk þess sem hópnum voru kynntar ýmsar þær vörur sem Trouw markaðssetur fyrir kúabændur. Hins vegar var seinni hluta dagsins varið á landbúnaðarsýningu í Hardenberg í austurhluta Hollands, þar sem margt forvitnilegt bar fyrir augu, en þar mátti finna allt það helsta sem tengist búskap. Hópurinn fékk meðal annars góða kynningu á vöruúrvali GEA, þar með talið MIone mjaltaþjóninum sem nú býðst íslenskum bændum í fyrsta skipti. 
 
Fimmtudagurinn hófst með heimsókn á tilraunabúgarð Trouw Nutrition, Kempenshof, rétt utan við Boxmeer í suðausturhluta landsins. Þar fer fram viðamikið tilraunastarf með mjólkurkýr og kálfa og eru niðurstöður tilrauna nýttar við þróun á ráðgjöf og vöruþróun fyrirtækisins, en Trouw heldur úti viðamiklu tilrauna- og þróunarstarfi og rekur alls 10 tilraunabú í 7 löndum. Mikil áhersla er nú lögð á þróun ráðgjafar og lausna fyrir smákálfa undir slagorðinu „Life start sets life performance“ sem yfirfæra má sem „lengi býr að fyrstu gerð“. Eftir hádegi var haldið í heimsóknir á tvö kúabú, Weenink-búið í næsta nágrenni við Lievelde í austurhluta landsins, og Van Klooster-búið í nágrenni Amersfoort, nærri Utrecht.
 
Á fyrra búinu hittu fulltrúar GEA hópinn og kynntu fyrirtækið og vöruúrvalið. Um var að ræða kúabú með GEA mjaltaþjóna og fékk hópurinn góða leiðsögn um búin, GEA þjónar skoðaðir á vettvangi.
 
Ostagerð er stunduð á báðum búum, ásamt rekstri sérverslana með osta og aðrar mjólkurafurðir. Þar fengu gestir að skoða og versla eftir föngum. Deginum lauk með kvöldverði á hótelinu í Utrecht í boði GEA. 
Síðasta daginn var haldið á búgarð Wim Bonestroo í Doornspijk en þar er rekið 300 kúa bú þar sem mjólkað er í mjaltahringekju. Kúahjörðin á búinu er aðgreind í 7 fóðrunarhópa, fóðrað er með fullkomnu heilfóðurkerfi og allur aðbúnaður til fyrirmyndar. Þar sem markaðsaðstæður fyrir mjólk eru ekki sem skyldi tapar bóndinn 2,7 evrusenti á hvern framleiddan lítra þessi misserin. Hann bar sig engu að síður ágætlega í trausti þess að bráðum birti í geiranum. Endað var á kvöldverði í miðbæ Utrecht og á góðu pöbbarölti í kjölfarið. Að morgni laugardags var haldið af stað heim og ekki annað að heyra á þátttakendum en að ferðin hafi verið fróðleg og ánægjuleg. 

39 myndir:

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...