Skógardagur Norðurlands tókst vel
Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Skógardagur Norðurlands var haldinn í Vaglaskógi nýverið í þokkalegu veðri, norðaustangolu og lítils háttar rigningu af og til.
Ætla má að í það minnsta 300 manns hafi sótt viðburðinn. Í boði var gönguferð um trjásafnið, leiðsögn um fræhúsið, ratleikur, útileikir og leiktæki fyrir börnin, lifandi tónlist, grisjunarvél var kynnt og sýnd að störfum, ketilkaffi, lummur, pinnabrauð og fleiri veitingar. Einnig kynntu Sólskógar og Jötunn vélar starfsemi sína og vörur. Allir fóru glaðir og ánægðir heim eftir ánægjulegan dag segir í frétt á vef Skógræktar ríkisins.
Aðstandendur Skógardags Norðurlands voru Skógrækt ríkisins, Norðurlandsskógar, Skógræktarfélög Eyfirðinga og Suður-Þingeyinga, Skógfræðingafélag Íslands, Sólskógar og Jötunn vélar.