Skógareldar í Brasilíu
Ekkert lát er á skógareldum sem geisað hafa í Brasilíu síðustu tvo mánuði. Eldarmir eru þeir stærstu í marga áratugi og ógna ekki bara skógum og villtum dýrum heldur líka búsvæði innfæddra indíána í landinu.
Landverðir, slökkvilið og innfæddir, sem barist hafa við eldana á þriðja mánuð, ráða lítið sem ekkert við útbreiðslu þeirra. Talið er að upptök eldanna tengist aðgerðum til að ryðja skóglendi og hefja á landinu ræktun. Aðferðin er að fella fyrst bestu harðviðartrén og selja viðinn til Evrópu eða Bandaríkjanna til parket- og húsgagnagerðar. Síðan er allur annar gróður brenndur áður en sáð er olíupálmum. Pálmaolía er unnin úr pálmunum sem er gríðarlega mikið notuð í matvælaiðnaði.
Talið er að skógur á 413 þúsund hekturum af landi hafi þegar brunnið og að um tólf þúsund innfæddir indíánar séu á vergangi vegna eldanna.