Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skógarkolefni er nýjung í kolefnisjöfnun hérlendis
Fréttir 30. desember 2019

Skógarkolefni er nýjung í kolefnisjöfnun hérlendis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógræktin hefur hrundið af stað verkefni sem kallast Skógarkolefni. Verkefninu er ætlað að koma á fót viðurkenndu ferli vottunar á bindingu kolefnis með nýskógrækt.

Vottunin gerir í fyrsta sinn á Íslandi kleift að versla með vottaðar einingar kolefnis sem bundið er með nýskógrækt. Ein eining samsvarar einu tonni af koltvísýringi. Stefnt er að því að fyrstu einingarnar verði skráðar á næsta ári.

 

Raunveruleg kolefnisbinding með nýskógrækt

Í fréttatilkynningu frá Skógrækt­inni segir að markmið Skógarkolefnis séu að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga með því að binda kolefni, bjóða landeigendum upp á nýja kosti til að fjármagna skógrækt, bjóða fyrirtækjum og einstaklingum upp á nýjan kost til að kolefnisjafna sig, efla skógrækt á Íslandi með öllum þeim kostum sem henni fylgja.

Þar segir einnig að Skógarkolefni tryggi raunverulega kolefnisbindingu með nýskógrækt, viðbót við fyrri kolefnisbindingu, mælda og staðfesta kolefnisbindingu, skilgreindan varanleika kolefnisbindingar, vottaða kolefnisbindingu, umhverfis- og samfélagslega ábyrgð.

Tonn á móti tonni

Hlutverk skóga í kolefnis­hringrásinni er að fjarlægja koltvísýring úr andrúmsloftinu sem losnað hefur, t.d. við rotnun lífrænna efna eða vegna bruna jarðefnaeldsneytis. Trén binda kolefnið í vefjum sínum og í jarðvegi en skila súrefnishluta sameindarinnar CO2 aftur út í andrúmsloftið.

Ein skógarkolefniseining samsvarar einu tonni af koltvísýringi (CO2) í andrúmsloftinu sem bundið er í skógi. Til að jafna losun á einu tonni af CO2 þarf því að telja fram eina skógarkolefniseiningu. Til að slíkar einingar geti orðið til þarf að rækta nýjan skóg og fá kolefnisbindinguna vottaða og skráða í Skógarkolefnisskrá. Einingarnar eru skráðar „í bið“ til að byrja með. Eftir fimm ár frá gróðursetningu er skógurinn metinn til að sjá hvort hann sé á réttu róli og muni binda það sem til er ætlast. Með óháðri vottun eru þessar úttektir staðfestar og þar með verða skógarkolefniseiningarnar fullgildar. Tíu árum seinna er skógurinn fyrst mældur og kolefnisbinding staðfest og vottuð. Þegar skógarkolefniseiningar eru notaðar til jöfnunar á losun er ekki hægt að nota þær aftur.

Kerfi í mótun

Fyrstu drög að Skógarkolefni eru nú til kynningar en stefnt er að því að hægt verði að skrá fyrstu einingarnar á árinu 2020. Til að svo megi verða þarf að koma á laggirnar Skógarkolefnisskrá sem heldur utan um skógræktarverkefni frá því að stofnað er til þess og þar til vottaðar skógarkolefniseiningar hafa verið notaðar á móti losun. Skógarkolefnisskrá er því eins konar banki sem tryggir að einingar standist settar kröfur og að þær séu aðeins notaðar einu sinni á móti losun. Einingarnar þarf að votta af til þess bærum vottunaraðila. Ekki er nauðsynlegt að einungis ein vottunarstofa sjái um slíka vottun heldur þarf hún aðeins að hafa réttindi til vottunar og vera óháð þeim sem stofna til eða versla með einingarnar.

Ríkið, einkageirinn og almenningur

Skógarkolefni inniheldur viðmið fyrir vottun og skráningu á kolefnisbindingu með ný-skógrækt á frjálsum markaði. Almenningur, stofnanir og fyrirtæki sem vilja leggja sitt af mörkum til loftslagsbaráttunnar og binda kolefni fá þannig fullvissu um bindingu sína.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...