Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Skógarkolefni er nýjung í kolefnisjöfnun hérlendis
Fréttir 30. desember 2019

Skógarkolefni er nýjung í kolefnisjöfnun hérlendis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógræktin hefur hrundið af stað verkefni sem kallast Skógarkolefni. Verkefninu er ætlað að koma á fót viðurkenndu ferli vottunar á bindingu kolefnis með nýskógrækt.

Vottunin gerir í fyrsta sinn á Íslandi kleift að versla með vottaðar einingar kolefnis sem bundið er með nýskógrækt. Ein eining samsvarar einu tonni af koltvísýringi. Stefnt er að því að fyrstu einingarnar verði skráðar á næsta ári.

 

Raunveruleg kolefnisbinding með nýskógrækt

Í fréttatilkynningu frá Skógrækt­inni segir að markmið Skógarkolefnis séu að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga með því að binda kolefni, bjóða landeigendum upp á nýja kosti til að fjármagna skógrækt, bjóða fyrirtækjum og einstaklingum upp á nýjan kost til að kolefnisjafna sig, efla skógrækt á Íslandi með öllum þeim kostum sem henni fylgja.

Þar segir einnig að Skógarkolefni tryggi raunverulega kolefnisbindingu með nýskógrækt, viðbót við fyrri kolefnisbindingu, mælda og staðfesta kolefnisbindingu, skilgreindan varanleika kolefnisbindingar, vottaða kolefnisbindingu, umhverfis- og samfélagslega ábyrgð.

Tonn á móti tonni

Hlutverk skóga í kolefnis­hringrásinni er að fjarlægja koltvísýring úr andrúmsloftinu sem losnað hefur, t.d. við rotnun lífrænna efna eða vegna bruna jarðefnaeldsneytis. Trén binda kolefnið í vefjum sínum og í jarðvegi en skila súrefnishluta sameindarinnar CO2 aftur út í andrúmsloftið.

Ein skógarkolefniseining samsvarar einu tonni af koltvísýringi (CO2) í andrúmsloftinu sem bundið er í skógi. Til að jafna losun á einu tonni af CO2 þarf því að telja fram eina skógarkolefniseiningu. Til að slíkar einingar geti orðið til þarf að rækta nýjan skóg og fá kolefnisbindinguna vottaða og skráða í Skógarkolefnisskrá. Einingarnar eru skráðar „í bið“ til að byrja með. Eftir fimm ár frá gróðursetningu er skógurinn metinn til að sjá hvort hann sé á réttu róli og muni binda það sem til er ætlast. Með óháðri vottun eru þessar úttektir staðfestar og þar með verða skógarkolefniseiningarnar fullgildar. Tíu árum seinna er skógurinn fyrst mældur og kolefnisbinding staðfest og vottuð. Þegar skógarkolefniseiningar eru notaðar til jöfnunar á losun er ekki hægt að nota þær aftur.

Kerfi í mótun

Fyrstu drög að Skógarkolefni eru nú til kynningar en stefnt er að því að hægt verði að skrá fyrstu einingarnar á árinu 2020. Til að svo megi verða þarf að koma á laggirnar Skógarkolefnisskrá sem heldur utan um skógræktarverkefni frá því að stofnað er til þess og þar til vottaðar skógarkolefniseiningar hafa verið notaðar á móti losun. Skógarkolefnisskrá er því eins konar banki sem tryggir að einingar standist settar kröfur og að þær séu aðeins notaðar einu sinni á móti losun. Einingarnar þarf að votta af til þess bærum vottunaraðila. Ekki er nauðsynlegt að einungis ein vottunarstofa sjái um slíka vottun heldur þarf hún aðeins að hafa réttindi til vottunar og vera óháð þeim sem stofna til eða versla með einingarnar.

Ríkið, einkageirinn og almenningur

Skógarkolefni inniheldur viðmið fyrir vottun og skráningu á kolefnisbindingu með ný-skógrækt á frjálsum markaði. Almenningur, stofnanir og fyrirtæki sem vilja leggja sitt af mörkum til loftslagsbaráttunnar og binda kolefni fá þannig fullvissu um bindingu sína.

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...