Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skortur á konum
Fréttir 15. maí 2018

Skortur á konum

Höfundur: vilmundur Hansen

Í lok 1. ársfjórðungs 2018 bjuggu alls 350.710 manns á Íslandi, 178.980 karlar og 171.730 konur. Samkvæmt þessu vantar 7.250 konur á Íslandi svo að jafnræði sé á milli kynja.

Landsmönnum fjölgaði um 2.120 á ársfjórðungnum eða um 0,6%. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 224.000 manns en 126.710 utan þess.

Alls fæddust 970 börn á 1. ársfjórðungi 2018, en 600 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 1.740 fleiri einstaklingar til landsins en frá því. Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 20 umfram brottflutta. Aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 1.720 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu.

Danmörk var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 150 manns á 1. ársfjórðungi 2018. Alls fluttust 560 íslenskir ríkisborgarar frá landinu og af þeim fluttust 370 til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Af þeim 810 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, 300 manns.

Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku (190), Noregi (120) og Svíþjóð (90), samtals 400 manns af 580. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 770 til landsins af alls 2.530 erlendum innflytjendum. Litháen (Lietuva) kom næst, en þaðan fluttust 320 erlendir ríkisborgarar til landsins. Í lok fjórða ársfjórðungs bjuggu 39.570 erlendir ríkisborgarar á Íslandi.

Skylt efni: Hagstofa Íslands

Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...