Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skortur á konum
Fréttir 15. maí 2018

Skortur á konum

Höfundur: vilmundur Hansen

Í lok 1. ársfjórðungs 2018 bjuggu alls 350.710 manns á Íslandi, 178.980 karlar og 171.730 konur. Samkvæmt þessu vantar 7.250 konur á Íslandi svo að jafnræði sé á milli kynja.

Landsmönnum fjölgaði um 2.120 á ársfjórðungnum eða um 0,6%. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 224.000 manns en 126.710 utan þess.

Alls fæddust 970 börn á 1. ársfjórðungi 2018, en 600 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 1.740 fleiri einstaklingar til landsins en frá því. Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 20 umfram brottflutta. Aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 1.720 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu.

Danmörk var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 150 manns á 1. ársfjórðungi 2018. Alls fluttust 560 íslenskir ríkisborgarar frá landinu og af þeim fluttust 370 til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Af þeim 810 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, 300 manns.

Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku (190), Noregi (120) og Svíþjóð (90), samtals 400 manns af 580. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 770 til landsins af alls 2.530 erlendum innflytjendum. Litháen (Lietuva) kom næst, en þaðan fluttust 320 erlendir ríkisborgarar til landsins. Í lok fjórða ársfjórðungs bjuggu 39.570 erlendir ríkisborgarar á Íslandi.

Skylt efni: Hagstofa Íslands

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...