Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skrifað undir samning um Dýrafjarðargöng
Fréttir 8. maí 2017

Skrifað undir samning um Dýrafjarðargöng

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegamálastjóri og forráðamenn verktakafyrirtækjanna Suður­verks og Metrostav frá Tékklandi skrifuðu undir samning um gerð Dýrafjarðarganga 20. apríl, en fyrirtækin áttu lægsta tilboð af fimm í verkið. 
 
Áætlað var að skrifa undir samninginn á Hrafnseyri við Arnarfjörð að viðstöddum gestum,  en vegna veðurs og ófærðar á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðum var það ekki hægt. Ekki var heldur hægt að fresta undirskriftinni lengi þar sem fulltrúar Metrostav voru komnir frá Prag til að skrifa undir og ekki heldur gott vegna verksins sjálfs að fresta undirskrift. Því var skrifað undir í Reykjavík. 
 
Unnið fyrir 1.500 milljónir í ár
 
Í ár er ráðgert að vinna fyrir 1.500 milljónir króna samkvæmt fjárlögum og fyrir um 3 milljarða á því næsta. Tilboð Metrostav a.s. og Suðurverks hf. í gerð Dýrafjarðarganga nam tæpum 8,7 milljörðum króna, eða rúmum 93 prósentum af kostnaðaráætlun, og var um 630 milljónum króna lægra en næstu boð sem bæði voru nánast það sama og kostnaðaráætlunin. 
 
Tilboðin voru opnuð hjá Vegagerðinni 24. janúar síðastliðinn. Áður hafði farið fram forval þar sem sjö fyrirtæki sýndu verkinu áhuga. Fimm skiluðu  tilboði, allt verktakar sem reynslu hafa af jarðgangagerð á Íslandi nema ítalski verktakinn C.M.C. di Ravenna.
 
Fyrsta skóflustunga verður tekin um miðjan maí
 
Um miðjan maí verður athöfn í Arnarfirði þar sem fyrsta skóflustunga ganganna verður tekin að viðstöddum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vega­málastjóra, sveitarstjórnar­mönnum og alþingismönnum og verður hún jafnframt opin almenningi. Fyrsta skóflustungan fer fram við gangamunnann í Arnarfirði og jafnframt verður dagskrá á Hrafnseyri þar sem flutt verða stutt erindi um vegagerð á Vestfjörðum og fleira auk þess sem boðnar verða kaffiveitingar. Þessi samkoma verður auglýst nánar síðar.
 
Samgönguráðherra fagnar áfanganum
 
Við undirritunina sagði Jón Gunnars­son, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, að nú gætu hafist framkvæmdir við langþráðar samgöngubætur á Vestfjörðum. Fagnaði hann þessum stóra áfanga sem og áframhaldandi samstarfi við Suðurverk og Metrostav sem hefðu áður unnið saman að jarðgangagerð hér á landi.
 
Dynjandisheiði í biðstöðu
 
Ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið. Enn  á eftir að taka formlegar ákvarðanir og gera verksamninga um framhald vegagerðar frá Borgarfirði þar sem syðri gangamunninn verður og yfir Dynjandisheiði í Trostansfjörð og Pennudal. Það er þó bráðnauðsynlegt ef jarðgöngin eiga að nýtast fyrir heilsárssamgöngur. Samgönguráðherra hefur þó gefið Vestfirðingum vonir um að farið verði í það mál. 
 
Vegamálastjóri fagnar samstarfi við verktakana
 
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sagðist einnig fagna samstarfinu við verktakana, þeir hefðu sýnt getu sína í fyrri jarðgangaverkum hér á landi og væri reynslan af samstarfi við þá góð. Tiltók hann að sérstaklega væri ánægjulegt hversu mikil áhersla væri lögð á öryggismál hjá verktökunum.
 
Vaclav Soukup, forstjóri Metrostav, og Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, kváðust fullir eftirvæntingar að geta nú hafið verkið en fyrsti áfangi er að koma upp aðstöðu fyrir starfsmenn og flytja tæki og búnað á staðinn. 
 
Ljóst er að Dýrafjarðargöng ein og sér leysa ekki vandann varðandi vetrarfærar samgöngur á milli norður- og suðurhluta Vestfjarðakjálkans. Nauðsynlegt verður því að ráðast samhliða í umtalsverðar endurbætur eða nýjan veg um Dynjandisheiði. 
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...