Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skútustaðahreppur hefur keypt jörðina Kálfaströnd, 1 og 2 af Elínu Einarsdóttur. Auk þess fasteignir sem jörðinni fylgja, en kaupverðið er 140 milljónir. Stærð jarðarinnar er um 1.500 hektarar.
Skútustaðahreppur hefur keypt jörðina Kálfaströnd, 1 og 2 af Elínu Einarsdóttur. Auk þess fasteignir sem jörðinni fylgja, en kaupverðið er 140 milljónir. Stærð jarðarinnar er um 1.500 hektarar.
Mynd / Skútustaðahreppur - Loftmyndir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfaströnd 1 og Kálfaströnd 2) við eiganda hennar, Elínu Einarsdóttur. Skútustaðahreppur kaupir jörðina og fasteignir sem henni fylgja á 140 milljónir.

Stærð jarðarinnar er um 1.500 hektarar og er hún meðal stærstu veiðiréttarhafa í Mývatni. Kálfaströnd á land að Höfða, sem er í eigu Skútustaðahrepps og er vinsælt útivistarsvæði Mývatnssveitar.

Viðræður um kaupin hafa staðið yfir frá vordögum 2021, með hléum. Það er sameiginleg framtíðarsýn kaupanda og seljanda að sveitarfélagið Skútustaðahreppur muni um ókomna tíð stuðla að vernd náttúru Kálfastrandar, að því er fram kemur í frétt á vef Skútustaðahrepps. „Sameiginleg framtíðarsýn felur jafnframt í sér að almenningur eigi þess kost að njóta náttúru jarðarinnar á grundvelli skipulags. Skútustaðahreppur mun vinna að þróun skipulags og innviðauppbyggingar á Kálfaströnd í samræmi við þessa framtíðarsýn,“ segir enn fremur.

Aukið aðgengi að náttúruperlum

Fram kemur að með kaupunum opnast sveitarfélaginu möguleikar til að gefa íbúum og gestum aukið aðgengi að náttúruperlunni Mývatni á grundvelli langtíma skipulags og byggja upp stefnumiðað samstarf við menntastofnanir, stofnanir ríkisins, sjóði á sviði náttúruverndar og innviðauppbyggingar og aðra sem láta sig einstaka náttúru Mývatnssveitar varða. Kaupin gefa sveitarfélaginu jafnframt aðgang að húsakosti sem nýst getur áhaldahúsi og stutt við byggðaþróun sveitarfélagsins. 

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...