Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sala mjólkurafurða hefur dregist saman í Covid-faraldrinum. Skyrsalan er farin að aukast á ný eftir töluverðan samdrátt í Covid-19. Þá hefur útflutningur á undanrennudufti aukist verulega á síðustu 12 mánuðum, eða um 60,9%, og um 46,7% á smjöri.
Sala mjólkurafurða hefur dregist saman í Covid-faraldrinum. Skyrsalan er farin að aukast á ný eftir töluverðan samdrátt í Covid-19. Þá hefur útflutningur á undanrennudufti aukist verulega á síðustu 12 mánuðum, eða um 60,9%, og um 46,7% á smjöri.
Fréttir 24. júní 2021

Skyrsalan hefur sveiflast í takti við þróun Covid-19 faraldursins

Höfundur: HKr.

Sala á mjólk og sýrðum mjólkur­­vörum dróst saman um 3,5% í maí og hafði þá dregist saman um 2,3% á 12 mánaða tímabili. Sala á skyri hefur samt verið að aukast á ný eftir samdrátt samhliða afléttingum á samkomu­takmörkunum vegna Covid-19.

Innvegin mjólk í maí var 13.570 tonn og 149.420 tonn yfir 12 mánaða tímabil, það er 2,6% samdráttur milli ára samkvæmt tölum Samtaka afurða­stöðva í mjólkuriðnaði (SAM).
Í heild námu seldar afurðir á 9.775 tonnum á próteingrunni og 11.044 tonnum á fitugrunni í maí.

Sala á mjólk og sýrðum mjólk­ur­vörum nam 2.969 tonnum í maí sem þýðir samdrátt í sölu á þessum vöruflokkum upp á 1 prósent í mánuðinum. Hins vegar seldust 37.668 tonn á síðustu 12 mánuðum, sem er 2,3% samdráttur milli ára. Af mjólkur- og undanrennudufti seldust 97 tonn í maí og 1.132 tonn á 12 mánaða tímabili, sem er um 3,4% samdráttur á milli ára.

Skyrsala í takti við þróun heimsfaraldurs

Athygli vekur að hlutfallslega hefur verið langmestur samdráttur í sölu á skyri á síðustu 12 mánuðum, eða -11,3%. Virðist sem Covid-19 faraldurinn hafi verið að hafa bein áhrif á skyrsöluna, m.a. vegna fækkunar ferðamanna. Var samdráttur í sölunni alveg fram í mars, en þá dróst salan saman um 3,1% og þá nam 12 mánaða samdrátturinn 12,5%.

Í apríl snerist þróunin við, en þá jókst salan um 2,7% á sama tíma og áhrifa tók að gæta af afléttingu takmarkana vegna Covid-19. Í maí jókst salan enn meira, eða um 4,2%, og má því væntanlega leiða líkum að því að skyrsalan taki talsverðan kipp í júní. Bjarni Ragnar Brynjólfsson hjá SAM tekur undir það og segir greinilegt að fjölgun ferðamanna til landsins sé farin að hafa áhrif.

Í heildarsölu á mjólk og sýrðum mjólkurafurðum vegur skyr samt ekki ýkja þungt, eða um 7,1%. Þannig seldust samtals 37.669 tonn af mjólk og sýrðum vörum á síðasta tólf mánaða tímabili, en 2.688 tonn af skyri.

Um 2,7% samdráttur í ostasölunni

Ostar vega næstmest í sölu mjólkurafurða á eftir mjólk, en af þeim voru seld 5.960 tonn á tólf mánaða tímabili. Salan í maí nam 475 tonnum. Dróst salan á ostum örlítið saman í maí, eða um 0,1% á móti 2,7% samdrætti yfir síðustu 12 mánuði. Það bætti þó talsvert meðaltalsstöðuna í ostasölunni að hún jókst um 9,8% í mars. Nokkrar birgðir eru ávallt í ostum vegna eðlis framleiðslunnar og námu þær í lok maí 2.367 tonnum og höfðu þá lækkað á milli mánaða um 37 tonn.

Rjómasalan í maí nam 234 tonnum og dróst þá lítillega saman, eða um 0,3%. Heildarsamdrátturinn í sölu á rjóma síðustu 12 mánuði nemur 1,7%.

Sala á viðbiti, þ.e. smjöri, smjörva og slíku, nam 178 tonnum í maí, eða jafn mikið og í apríl. Yfir 12 mánaða tímabil seldust 2.321 tonn af viðbiti, sem þýddi 2,8% samdrátt.

Útflutningur á dufti jókst verulega

Útflutningur á próteingrunni nam 4.332 tonnum í maí, sem er 1.735,9% meira en í maí 2020. Þá nam próteinútflutningurinn 30.462 tonnum á 12 mánaða tímabili og hefur aukist um 60,9% á heilu ári. Þarna er aðallega um undanrennuduft að ræða að sögn Bjarna Ragnars Brynjólfssonar. Birgðir dufts lækkuðu líka töluvert.

Útflutningur á fitugrunni var óverulegur í maí, eða 72 tonn, sem er samt 343,1% meira en í maí 2020. Þá nam útflutningurinn 7.723 tonnum yfir 12 mánaða tímabil og hafði þá aukist um 46,7% á tímabilinu. Aðallega er þetta útflutningur á smjöri. Birgðir voru 417 tonn í lok maí og höfðu minnkað um 292 tonn á milli ára þrátt fyrir samdrátt í sölu.

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...