Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kúariða hefur reynst breskum bændum og bresku samfélagi dýrkeypt í gegnum tíðina. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar leiddi neysla á sýktu kjöti til Creutzfeldt-Jakob sjúkdóms í mönnum sem dró um 200 manns til dauða. Slátrað var milljónum dýra í kjölfa
Kúariða hefur reynst breskum bændum og bresku samfélagi dýrkeypt í gegnum tíðina. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar leiddi neysla á sýktu kjöti til Creutzfeldt-Jakob sjúkdóms í mönnum sem dró um 200 manns til dauða. Slátrað var milljónum dýra í kjölfa
Fréttir 20. október 2015

Slátra hefur þurft milljónum gripa frá 1985 vegna kúariðu í Bretlandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hinn 1. október bárust fregnir af því í Bretlandi að greinst hafi kúa­riða (mad cow disease) á bæ einum í Wales. Aðeins eru tvö ár síðan síðasta tilfelli kom upp og frá 1985 hafa drepist um 180.000 nautgripir úr sjúkdómnum og slátra hefur þurft milljónum gripa. 
 
Kúariðan sem greindist í Wales fannst við reglubundna skoðun þar sem dánarorsök allra gripa sem drepast eftir að hafa ná fjögurra ára aldri eru rannsökuð vegna kúariðu.  
 
Heilbrigðisyfirvöld í Wales segja enga hættu á ferðum fyrir almenning þar sem um einangrað tilvik sé að ræða og gripurinn hafi ekki komist inn í matvælakeðjuna. Rebecca Evans, landbúnaðar- og matvælaráðherra Wales, segir að greining á þessu kúariðutilfelli sýni að það varúðarkerfi sem sett hafi verið upp í landinu sé að virka vel.
 
Afbrigði af kúariðunni sem nefnist Creutzfeldt-Jakob sjúkdómurinn getur lagst illa á menn og er talinn smitast við neyslu á sýktu kjöti. Nærri 200 manns létust úr þessum sjúkdómi í Bretlandi eftir neyslu á sýktu nautakjöti á árunum 1985 til 1986. Fjöldi tilfella um kúariðu hefur komið upp í landinu síðan sem leitt hefur til þess að þurft hefur að slátra milljónum gripa með tilheyrandi skaða fyrir samfélagið. 
Engin þekkt lækning er til við sjúkdómnum og er hann í öllum tilvikum banvænn. Lýsir hann sér í minnisleysi, óstöðugleika (riðu), þvoglumæltum málrómi, sjóntruflunum, blindu, skrykkjóttu göngulagi og skertri hreyfigetu.

Skylt efni: kúariða

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...