Sláturfélag Vopnfirðinga hækkar afurðaverð um 5,9 prósent
Sláturfélag Vopnfirðinga (SV) hefur gefið út verðskrá yfir afurðaverð fyrir komandi sauðfjárslátrun en þetta er þriðja verðskráin sem gefin hefur verið út meðal sláturleyfishafa fyrir komandi sláturtíð. Samkvæmt gögnum frá Unnsteini Snorra Snorrasyni, sem tekur saman upplýsingar frá sláturleyfishöfum fyrir Bændasamtök Íslands, er hækkunin 5,9 prósent á reiknað afurðaverð dilka SV frá síðustu sláturtíð, að meðaltali í vikum númer 34 til 45.
Í sameiginlegri verðskrá frá Norðlenska og SAH Afurðir er hækkunin 5,7 prósent að meðaltali fyrir dilka miðað við reiknað afurðaverð Norðlenska í síðustu sláturtíð, en 5,3 prósent miðað við SAH Afurðir.
Hjá Sláturfélagi Suðurlands er hækkunin 3,6 prósent.
Í töflunni sést þróunin á reiknuðu afurðaverði milli ára frá 2019.