Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sleipnisbikarinn var afhentur Háskólanum á Hólum til varðveislu við hátíðlega athöfn 28. október síðastliðinn.
Sleipnisbikarinn var afhentur Háskólanum á Hólum til varðveislu við hátíðlega athöfn 28. október síðastliðinn.
Mynd / BÍ
Fréttir 4. nóvember 2022

Sleipnisbikarinn kominn á Hóla

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bændasamtök Íslands afhentu Háskólanum á Hólum Sleipnisbikarinn til varðveislu.

Verðlaunagripurinn er æðsta viðurkenning sem veitt er í hrossarækt og hlýtur sá stóðhestur sem efstur stendur í heiðursverðlaunum fyrir afkvæmi á landsmóti. Fyrstur til að hljóta verðlaunin var Skuggi frá Bjarnanesi á landbúnaðarsýningunni 1947. Í sumar var Sjóður frá Kirkjubæ verðlaunaður og var það í 26. skipti sem farandgripnum var úthlutað.

Bændasamtökin verða áfram eigendur gripsins en Háskólanum á Hólum verður falið að vernda bikarinn og hafa sýnilegan milli landsmóta. Hann verður varðveittur í sýningarsal Söguseturs íslenska hestsins á Hólum. Við afhendingu gripsins og undirskrift samnings um varðveislu hans var haldin athöfn á Hólum. Hólmfríður Sveinsdóttir rektor og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, fluttu ávörp í tilefni þess.

Þó svo að fyrsta afhending Sleipnisbikarsins hafi verið árið 1947 á Íslandi má rekja sögu hans aftur til 19. aldar. Á honum kemur fram að hann hafi verið smíðaður í London á valdatíma Viktoríu drottningar og fyrst veittur sem verðlaunagripur í kappreiðum árið 1857. Íslenskur útgerðarmaður keypti hann á uppboði í London á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og keyptu íslenska ríkið og Búnaðarfélag Íslands bikarinn af honum.

Verðmæti bikarsins er mikið, en hann er sérlega vandað handverk og búinn til úr fjórum kílóum af hreinu silfri.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...