Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Slök útkoma í útflutningi nautakjöts í Bandaríkjunum á árinu 2019
Fréttir 4. mars 2020

Slök útkoma í útflutningi nautakjöts í Bandaríkjunum á árinu 2019

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Það er frekar dapurt yfir banda­rískum nautakjöts­framleið­endum um þessar mundir. Um 2,5% sam­dráttur varð í útflutningi á árinu 2019 samfara um 3% samdrætti í verðmætum talið. 
 
Meginástæða minni útflutnings var snörp dýfa í útflutningi á nautakjöti til Japans. Þar nam samdrátturinn um 6%, bæði hvað magn og verðmæti áhrærir. 
 
Það var þó ljós í myrkrinu að útflutningur á nautakjöti til Suður-Kóreu jókst um 7% og skilaði það 5% verðmætaaukningu útflutnings á þann markað samkvæmt tölum Kjötútflutningssambands Bandaríkjanna (USMEF).  
 
Aðrir markaðir sem verið hafa öflugir fyrir bandarískt nautakjöt voru sumir með einhverja aukningu á síðasta ári. Þannig  jókst útflutningur til Mexíkó um 1%, en um 5% í verðmætum talið. Þá jókst útflutningur til Mið-Ameríkuríkja um 3% og um 7% að verðmæti. Eins var 4% aukning á sölu til Kanada sem skilaði 5% verðmætaaukningu. 
 
Miklar vonir eru bundnar við að samningaviðræður Bandaríkjamanna við Kínverja um tollamál skili árangri. Það gæti hleypt lífi í bandarískan landbúnað, sem hefur skaðast verulega af því tollastríði. Það á bæði við um kjötútflutning og ekki síður um útflutning á sojabaunum og mjöli. Þá voru  tollar lækkaðir á innflutningi á kjöti til Japans nú í byrjun janúar og gæti sala þangað því farið að glæðast. 

Skylt efni: bandaríkin

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...