Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Slök útkoma í útflutningi nautakjöts í Bandaríkjunum á árinu 2019
Fréttir 4. mars 2020

Slök útkoma í útflutningi nautakjöts í Bandaríkjunum á árinu 2019

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Það er frekar dapurt yfir banda­rískum nautakjöts­framleið­endum um þessar mundir. Um 2,5% sam­dráttur varð í útflutningi á árinu 2019 samfara um 3% samdrætti í verðmætum talið. 
 
Meginástæða minni útflutnings var snörp dýfa í útflutningi á nautakjöti til Japans. Þar nam samdrátturinn um 6%, bæði hvað magn og verðmæti áhrærir. 
 
Það var þó ljós í myrkrinu að útflutningur á nautakjöti til Suður-Kóreu jókst um 7% og skilaði það 5% verðmætaaukningu útflutnings á þann markað samkvæmt tölum Kjötútflutningssambands Bandaríkjanna (USMEF).  
 
Aðrir markaðir sem verið hafa öflugir fyrir bandarískt nautakjöt voru sumir með einhverja aukningu á síðasta ári. Þannig  jókst útflutningur til Mexíkó um 1%, en um 5% í verðmætum talið. Þá jókst útflutningur til Mið-Ameríkuríkja um 3% og um 7% að verðmæti. Eins var 4% aukning á sölu til Kanada sem skilaði 5% verðmætaaukningu. 
 
Miklar vonir eru bundnar við að samningaviðræður Bandaríkjamanna við Kínverja um tollamál skili árangri. Það gæti hleypt lífi í bandarískan landbúnað, sem hefur skaðast verulega af því tollastríði. Það á bæði við um kjötútflutning og ekki síður um útflutning á sojabaunum og mjöli. Þá voru  tollar lækkaðir á innflutningi á kjöti til Japans nú í byrjun janúar og gæti sala þangað því farið að glæðast. 

Skylt efni: bandaríkin

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...