Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Slök útkoma í útflutningi nautakjöts í Bandaríkjunum á árinu 2019
Fréttir 4. mars 2020

Slök útkoma í útflutningi nautakjöts í Bandaríkjunum á árinu 2019

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Það er frekar dapurt yfir banda­rískum nautakjöts­framleið­endum um þessar mundir. Um 2,5% sam­dráttur varð í útflutningi á árinu 2019 samfara um 3% samdrætti í verðmætum talið. 
 
Meginástæða minni útflutnings var snörp dýfa í útflutningi á nautakjöti til Japans. Þar nam samdrátturinn um 6%, bæði hvað magn og verðmæti áhrærir. 
 
Það var þó ljós í myrkrinu að útflutningur á nautakjöti til Suður-Kóreu jókst um 7% og skilaði það 5% verðmætaaukningu útflutnings á þann markað samkvæmt tölum Kjötútflutningssambands Bandaríkjanna (USMEF).  
 
Aðrir markaðir sem verið hafa öflugir fyrir bandarískt nautakjöt voru sumir með einhverja aukningu á síðasta ári. Þannig  jókst útflutningur til Mexíkó um 1%, en um 5% í verðmætum talið. Þá jókst útflutningur til Mið-Ameríkuríkja um 3% og um 7% að verðmæti. Eins var 4% aukning á sölu til Kanada sem skilaði 5% verðmætaaukningu. 
 
Miklar vonir eru bundnar við að samningaviðræður Bandaríkjamanna við Kínverja um tollamál skili árangri. Það gæti hleypt lífi í bandarískan landbúnað, sem hefur skaðast verulega af því tollastríði. Það á bæði við um kjötútflutning og ekki síður um útflutning á sojabaunum og mjöli. Þá voru  tollar lækkaðir á innflutningi á kjöti til Japans nú í byrjun janúar og gæti sala þangað því farið að glæðast. 

Skylt efni: bandaríkin

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...