Smákálfur í Landeyjunum
Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Nýlega kom í heiminn smákálfur á bænum Búlandi í Austur-Landeyjum, agnarlítill og mikið krútt.
Kálfurinn er sprækur, vekur mikla eftirtekt allra sem sjá hann og er í miklu uppáhaldi bændanna á bænum, eða þeirra Guðnýjar Höllu Gunnlaugsdóttur og Guðmundar Ólafssonar. Kálfurinn fékk strax nafnið Fingurbjörg, nafn við hæfi.