Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eymundur Magnússon hjá Móður Jörð, framleiðir ýmsar lífrænt vottaðar vörutegundir.
Eymundur Magnússon hjá Móður Jörð, framleiðir ýmsar lífrænt vottaðar vörutegundir.
Mynd / smh
Fréttir 26. janúar 2017

Sömu reglur munu gilda um lífræna framleiðslu á Íslandi og í ESB

Í tilkynningu frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að íslensk stjórnvöld hverfi frá aðlögunarkröfum vegna upptöku gildandi reglna ESB um lífræna ræktun. Það þýðir að sömu reglur munu því gilda um framleiðslu, vottun og merkingu lífrænnar framleiðslu á Íslandi og í Evrópu.

Í tilkynningunni segir að upptaka reglnanna muni auðvelda útflutning lífrænnar íslenskrar framleiðslu til Evrópuríkja, auk þess sem íslenskir neytendur muni njóta góðs af skilvirkara eftirliti.

Þar segir ennfremur:

„Ísland og Noregur hafa um árabil unnið að upptöku gildandi reglna Evrópusambandsins um lífræna ræktun, sem settar voru árið 2007. Aðlögunarkröfur voru settar fram af báðum ríkjum. Kröfur Íslands voru fimm talsins og sneru að merkingum, notkun fiskimjöls við fóðrun jórturdýra, þéttleika í bleikjueldi og stærð hólfa og notkun grindargólfa í fjárhúsum. Hér á landi er í gildi reglugerð um lífræna vottun og framleiðslu frá árinu 2002, sem innleiðir eldri reglur ESB frá árinu 1991. Því hefur útflutningur á lífrænt vottuðum afurðum verið erfiður undanfarin ár og óvíst er hve lengi íslensk vottun verður yfir höfuð viðurkennd innan ESB. 

Talið er útséð um að landbúnaðarskrifstofa Evrópusambandsins muni fallast á aðlögunarkröfurnar og féllu Norðmenn frá sínum kröfum síðastliðið sumar. Það er því talið þjóna hagsmunum Íslands að fylgja fordæmi Norðmanna.

Gildandi reglur um lífræna framleiðslu hafa ekki verið uppfærðar í sex ár og má því gera ráð fyrir að upptaka samræmdra reglna komi til með að bæta eftirlit með innflutningi á lífrænt ræktuðum vörum.

Ætla má að reglurnar hafi áhrif á um 30 framleiðendur lífrænna afurða hér á landi. Þær munu hins vegar ekki hafa áhrif á framleiðendur hefðbundinna afurða.“

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...