Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Aðstandendur Spuna frá Vesturkoti munu hampa Sleipnisbikarnum í sumar. Spuni vann A-flokk á Landsmóti hestamanna árið 2014 undir stjórn Þórarins Ragnarssonar.
Aðstandendur Spuna frá Vesturkoti munu hampa Sleipnisbikarnum í sumar. Spuni vann A-flokk á Landsmóti hestamanna árið 2014 undir stjórn Þórarins Ragnarssonar.
Fréttir 20. júní 2018

Spuni frá Vesturkoti hlýtur Sleipnisbikarinn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Við uppfærslu á alþjóðlegu kynbótamati fyrir íslensk hross sem gerð var í byrjun vikunnar varð ljóst hvaða stóðhestar hafa kost á að að hljóta afkvæmaverðlaun á Landsmóti hestamanna í Reykjavík í sumar. Fjórir hestar hafa lágmörk til heiðursverðlauna en tólf hestar til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi. 
 
Spuni frá Vesturkoti stendur efstur afkvæmahesta til að fá heiðursverðlaun en hann er með 129 stig í kynbótamati og mun því hljóta Sleipnisbikarinn. Auk hans eru Kiljan frá Steinnesi (125 stig), Ómur frá Kvistum (122 stig) og Aðall frá Nýja-Bæ (121 stig) með lágmörk til heiðursverðlauna.
 
Tólf stóðhestar geta hlotið fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi samkvæmt uppfærslu kynbótamatsins. Þar stendur efstur Skýr frá Skálakoti með 128 stig. 
 
Auk hans uppfylla Arion frá Eystra-Fróðholti (126 stig), Óskasteinn frá Íbishóli (125 stig),  Hákon frá Ragnheiðarstöðum (124 stig), Eldur frá Torfunesi (124 stig), Trymbill frá Stóra-Ási (124 stig), Jarl frá Árbæjarhjáleigu II (123 stig), Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði (122 stig), Hrannar frá Flugumýri II (122 stig), Sjóður frá Kirkjubæ (121 stig), Blær frá Hesti (119 stig) og Stormur frá Herríðarhóli (118 stig) lágmörkin.
 
Skýr frá Skálakoti og Arion frá Eystra-Fróðholti öttu kappi í úrslitum A-flokks á Landsmótinu árið 2016 en lutu þá í lægra haldi fyrir Hrannari frá Flugumýri II sem sigraði greinina. Í sumar munu þeir allir hljóta fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi, en hin rauðblesótti Skýr fær Eyfirðingsbikarinn þar sem hann stendur með flest stig í kynbótamati.
 
Allar nánari tölfræði-upplýsingar um afkvæmahestanna má nú nálgast á WorldFeng en þar er m.a. hægt að fletta upp á meðaleinkunnum afkvæmanna og kynbótamati hestanna fyrir alla eiginleika. 
 
Athygli vekur að flestallir afkvæmahestarnir hafa sýnt vasklega framgöngu í ýmsum keppnisgreinum á undanförnum misserum en nokkrir þeirra munu vera skráðir til leiks á Landsmót í sumar.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...