Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Staða Bændablaðsins er sterk
Fréttir 29. janúar 2016

Staða Bændablaðsins er sterk

Höfundur: Hörður Kristjánsson og Tjörvi Bjarnason
Nýjar lestrartölur úr prentmiðlakönnun Gallup voru kynntar á dögunum. Um er að ræða mælingu á lestri blaða á síðasta ársfjórðungi 2015. Bændablaðið kemur vel út úr könnuninni og er nánast með sama lestur og á síðasta ári. 
 
 
Bændablaðið mælist með 30% lestur yfir landið allt og á landsbyggðinni ber það höfuð og herðar yfir önnur blöð með 45% meðallestur. Til samanburðar mælist Fréttablaðið með 31% lestur á landsbyggðinni, Morgunblaðið 26% og Fréttatíminn 20%. 
 
Á höfuðborgarsvæðinu nýtur Bændablaðið jafnframt sterkrar stöðu þar sem lesendur nálgast blaðið í flestum matvöruverslunum, á sundstöðum og víðar. 22% meðallestur mælist á höfuðborgarsvæðinu.
Í prentmiðlakönnun Gallup er lestur dagblaða mældur með samfelldum hætti allt árið. Um 30 svörum er safnað á hverjum degi, eða um 2.500 svörum á ársfjórðungi. Í úrtaki eru Íslendingar á aldrinum 12–80 ára af landinu öllu. 
 
Þegar rýnt er nánar í tölurnar kemur ýmislegt skemmtilegt í ljós. Konur hafa til að mynda aukið lestur sinn á Bændablaðinu frá því í fyrra en alls lesa 26% kvenna blaðið að staðaldri. Um 34% íslenskra karlmanna segjast lesa Bændablaðið. Tæplega helmingur karlmanna á landsbyggðinni les Bændablaðið og 41% kvenna.
 
Sterkari staða gagnvart stærstu prentmiðlunum
 
Þetta er í fjórða sinn sem Bændablaðið hefur verið með á spurningavagni Gallup um prentmiðla. Hefur blaðið allan tímann haldið sinni sterku stöðu á landsbyggðinni og hefur hún styrkst í hlutfalli við flesta  prentmiðla landsins. Þá hefur lestur blaðsins einnig haldist stöðugur á höfuðborgarsvæðinu og þar með á landinu í heild. Frávik á milli kannana hafa aðeins verið brot úr prósentustigi til eða frá. 
 
Ekki er sömu sögu að segja af Fréttablaðinu sem gefið er út í þrefalt stærra upplagi en Bændablaðið. Á landsbyggðinni hefur það fallið úr tæplega 34% niður í 31% lestur. 
 
Lestur Morgunblaðsins hefur sömuleiðis minnkað á landsbyggðinni, eða úr tæplega 28% í 26%. 
Fréttatíminn, sem gefinn er út í álíka upplagi og Fréttablaðið, er með 20% lestur á landsbyggðinni eða svipað og í könnuninni á síðasta ársfjórðungi 2014.
Lestur  á DV hefur lækkað úr rúmum 11% í 7%, en Viðskiptablaðið er með töluvert aukinn lestur á  landsbyggðinni og hefur hann farið úr tæpum 6% í 10%. 
 
Hlutur stærstu blaðanna minnkar á höfuðborgarsvæðinu
 
Á höfuðborgarsvæðinu er Bænda­blaðið með 22% eða svipað og síðast. Athygli vekur hins vegar að lestur Fréttablaðsins, sem er með gríðarmikla dreifingu, minnkar hins vegar töluvert á höfuðborgarsvæðinu, eða úr 63% í 60%. Lestur Fréttatímans, annars stærsta prentmiðilsins,  minnkaði líka, eða úr tæplega 49% í 46%. Lestur Morgunblaðsins  hefur aukist aðeins á höfuðborgarsvæðinu,  eða úr rúmlega 29% í 30%. Sömu sögu má segja af DV en þar hefur lesturinn aukist úr rúmlega 9% í 11% og lestur Viðskiptablaðsins á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist úr tæplega 13% í 15%. 
 
 
Mikill líftími
 
Í samanburði á lestri blaða verður að hafa það í huga hvort lesendur þurfa að hafa fyrir því að nálgast blaðið eða hvort það dettur óumbeðið inn um lúgu. Líftími blaðs á borðum lesenda skiptir líka máli. Einnig hvort fólk opni blaðið oftar en einu sinni yfir ákveðið tímabil og hversu margir einstaklingar lesi hvert eintak. Þannig er líftími prentmiðla sem gefa út nýtt blað á hverjum degi eðlilega mjög stuttur. Líftími Bændablaðsins sem kemur á tveggja vikna fresti getur verið margfalt meiri. Það getur skipt miklu máli þegar meta á virkni auglýsinga. 
 
Bændablaðið reiðir sig alfarið á auglýsingatekjur sem standa undir rekstri þess. Allt byggist þetta þó á endanum á velvilja og því trausti sem lesendur hafa á blaðinu. Án lesenda lifir enginn fjölmiðill. 
 
 

3 myndir:

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...