Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Staðinn verði vörður um stjórnsýslu íslensks landbúnaðar
Mynd / smh
Fréttir 10. október 2018

Staðinn verði vörður um stjórnsýslu íslensks landbúnaðar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Stjórn Sambands garðyrkjubænda (SG) kom saman til fundar fimmtudaginn 27. september sl. Þar kom til umræðu að hætt hefði verið við ráðningu skrifstofustjóra matvæla og landbúnaðar hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, en þar hefur staðið yfir ráðningarferli síðan í júní sl. Þess í stað hefur verið ákveðið að sameina skrifstofu matvæla og landbúnaðar við skrifstofu alþjóðamála undir stjórn skrifstofustjóra alþjóða­skrifstofunnar.
 
Stjórn Sambands garðyrkjubænda samþykkti að fela framkvæmdastjóra að koma á framfæri áskorun til þingmanna og ráðherra vegna málsins. Auk þess er áskorunin send til allra landshlutasamtaka sveitarfélaga. Í áskorun stjórnarinnar segir m.a.: 
 
„Stjórn Sambands garðyrkju­bænda skorar hér með á alla þingmenn, ráðherra, sveitarstjórnarmenn og landsmenn alla að standa vörð um stjórnsýslu íslensks landbúnaðar. Falla þarf þegar í stað frá þeim áformum að sameina skrifstofu matvæla og landbúnaðar undir skrifstofu alþjóðamála.
 
Margvísleg verkefni bíða nú úrlausnar á sviði landbúnaðar, s.s. endurskoðun búvörusamninga, endurskoðun ýmissa reglugerða og laga er lúta að starfsumhverfi greinarinnar. Auk þess bíða sífellt ný verkefni og áskoranir er varða landbúnað til framtíðar s.s. á sviði umhverfis- og loftslagsmála, menntunar og rannsókna, vöru- og tækniþróunar og byggða- og búsetuþróunar.”
 
Stjórn Sambands garðyrkjubænda, Efri röð frá vinstri; Sigrún Pálsdóttir, Helga Ragna Pálsdóttir, Ragna Sigurðardóttir. Neðri röð frá vinstri; Þorleifur Jóhannesson og Gunnar Þorgeirsson. Til gamans má geta þess að þetta var í fyrsta sinn sem konur voru í meirihluta á fundi stjórnar. Þá má einnig geta þess að þær Helga Ragna Pálsdóttir og Ragna eru afkomendur Sigurðar Sigurðarsonar, fyrrum búnaðarmálastjóra. Mynd / Katrín María Andrésdóttir
 
Háleit markmið ríkisstjórnar um landbúnað
 
Bendir stjórnin á að í stjórnar­sáttmála ríkisstjórnar­innar segi eftirfarandi um landbúnað og þar séu markmiðin háleit:
 
,,Ísland á að vera leiðandi í fram­leiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum. Lögð verður áhersla á nýsköpun og vöruþróun til að stuðla að byggðafestu, auka verðmætasköpun og nýta tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi.
 
Meginmarkmiðið er að landbúnaður á Íslandi sé sjálfbær og vernd búfjárstofna sé tryggð. Eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnarinnar verður að bregðast við vanda sauðfjárbænda til skemmri og lengri tíma. Samhliða nýrri kynslóð landbúnaðarsamninga verða innleiddir sérstakir aðlögunarsamningar um nýja starfsemi til sveita. Með þeim verður rudd braut fyrir bændur til að byggja upp nýjar búgreinar eða hasla sér völl á öðrum sviðum. 
 
Slíkir aðlögunarsamningar til búháttabreytinga verða tímabundnir og háðir skilyrðum um byggðafestu, verðmætasköpun og búsetu viðkomandi jarðar og geta stuðlað að nýsköpun, náttúruvernd og nýjum áherslum í rannsóknum og menntun. 
 
Forsenda þess að landbúnaður geti nýtt tækifæri framtíðarinnar er jafnvægi í framleiðslu, skilvirkt eftirlit og nýsköpun. 
 
Ríkisstjórnin ætlar að tryggja betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif. 
 
Ríkisstjórnin mun ráðast í aðgerðir til að þróa lífhagkerfið enn frekar, grænar lausnir og aðferðir til að draga úr umhverfisáhrifum matvælaframleiðslu með hvötum og stuðningi sem miði meðal annars að kolefnisjöfnun greinarinnar. Efla þarf sérstaklega lífrænan landbúnað.“
 
Markmiðum  ríkistjórnar verður ekki náð í hliðarverkefni 
 
Stjórn SG telur að þeim markmiðum sem þarna er lýst verði tæplega náð fram með því að gera málefni matvæla og landbúnaðar að hliðarverkefni annarrar skrifstofu.
 
Nauðsynlegt sé að styrkja enn frekar þekkingu og stjórnsýslulega umgjörð sem landbúnaði er búin í atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytinu og mikilvægt er að ganga til þess verks án frekari tafa.
„Landbúnaður og matvæla­framleiðsla er víða hornsteinn atvinnulífs og búsetu í byggðum landsins. Fjölmörg tækifæri má finna til vöruþróunar og atvinnusköpunar á þeim vettvangi.
 
Nú er lag að blása til sóknar, styrkja stjórnsýslu matvæla og landbúnaðar og búa svo um að samstarf atvinnulífs og stjórnvalda greiði fyrir framþróun og velferð um land allt,“ segir stjórn SG.
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...