Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Tilraunir með ræktun á iðnaðarhampi hafa gefið góða raun og ekki annað að sjá en að plönturnar dafni vel.Mynd / Pálmi Einarsson.
Tilraunir með ræktun á iðnaðarhampi hafa gefið góða raun og ekki annað að sjá en að plönturnar dafni vel.Mynd / Pálmi Einarsson.
Fréttir 24. júlí 2020

Starfshópur semur drög að frumvarpi um iðnaðarhamp

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara lög um ávana- og fíkniefni og gera drög að lagafrumvarpi þar sem kveðið verði á um skýrari lagagrundvöll og ábyrgð stofnana sem þurfa að koma að framkvæmd þegar kemur að leyfisveitingum og eftirliti með ræktun iðnaðarhamps.

Hampurinn notaður í ýmsum iðnaði

Í apríl síðastliðnum veitti heil-brigðisráðherra undanþáguheimild með breytingu á reglugerð nr. 233/2001 sem gerir innflutning, meðferð og vörslu fræja til ræktunar iðnaðarhamps mögulega. Heimildin er háð skilyrðum og takmörkunum svo tryggt sé að ekki verði fluttar inn eða ræktaðar plöntur sem innihalda vímuefnið THC í nýtanlegu magni, eða að hámarki 0,2%.

Vaxandi áhugi er fyrir ræktun iðnaðarhamps hér á landi til að nota í ýmsum iðnaði, t.d. við framleiðslu húsgagna og sem byggingarefni, en talið er að iðnaðarhampur geti komið í staðinn fyrir ýmis efni sem ógna umhverfinu, eins og til dæmis plasts.

Formaður starfshópsins er Kristín Lára Helgadóttir. Aðrir nefndarmenn eru Sindri Kristjánsson, tilnefndur af Lyfjastofnun, Iðunn Guðjónsdóttir, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Brynjar Rafn Ómarsson, tilnefndur af Matvælastofnun.

Starfshópurinn skal skila ráðherra niðurstöðum sínum og tillögum 1. nóvember næstkomandi.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...