Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Starfshópur um stofnun þjóðgarðs
Mynd / Bill Dennen
Fréttir 9. september 2024

Starfshópur um stofnun þjóðgarðs

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Drífa Hjartardóttir hefur verið skipuð formaður starfshóps sem á að undirbúa og meta kosti þess að stofna þjóðgarð í Þórsmörk og nágrenni.

Drífa er bóndi á Keldum á Rangárvöllum og fyrrverandi alþingismaður. Með henni í hópnum eru þeir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangár-þings eystra og Rafn Bergsson, nautgripabóndi á Stóru-Hildisey og sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi eystra. Með hópnum mun starfa sérfræðingur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.

Drífa Hjartardóttir.

„Óskin kom frá sveitarfélaginu á hvern hátt væri hægt að styrkja samkeppnisstöðu svæðisins til búsetu, svo sem áfangastað ferðafólks með stofnun þjóðgarðs á svæðinu og stuðla að fjármögnun á innviðauppbyggingu á svæðinu til að mæta auknum straumi ferðafólks á svæðinu. Hlutverk okkar er að undirbúa og meta kosti þess að stofna þjóðgarð á Þórsmerkursvæðinu, með tilliti til áhrifa á samfélag, þróun ferðaþjónustu á svæðinu, umhverfi og efnahag. Við erum byrjuð að funda og á næstunni munum við funda með öllum sem hugsanlega geta komið að og hafa skoðun á verkefninu,“ segir Drífa.

Hún gerir ráð fyrir að skiptar skoðanir séu um málið. „Ég tel að margir hafi haldið að Þórsmörk væri þjóðgarður. Við munum reyna að skila áfangaskýrslu um miðjan nóvember.“

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...