Starfsmenntanámi í garðyrkju við LbhÍ hætt eftir komandi vetur
Kennsla við Garðyrkjuskólann á Reykjum hófst í byrjun vikunnar og er það í síðasta sinn sem kennsla við skólann verður á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands. Nám við skólann mun við næstu inntöku nemenda færast til Fjölbrautaskóa Suðurlands.
Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarskólans, segir að nemendur í verknámi í garðyrkju séu tæplega 160 og af þeim 2/3 í fjarnámi. „Kennsla hjá okkur heldur áfram eins og verið hefur og fer fram á Reykjum. Nemendur í staðnámi munu útskrifast í vor en nemar í fjarnámi, sem yfirleitt taka námið á fjórum árum, munu flytjast yfir til Fjölbrautaskóla Suðurnesja og útskrifast samkvæmt upprunalegu plani og samningi sem verður gerður milli Landbúnaðarháskólans og Fjölbrautaskóla Suðurlands.“
Að sögn Ragnheiðar hefur nemendum við allar deildir Landbúnaðarháskólans fjölgað. „Fjölgunin er jöfn yfir allar fagdeildir skólans og öll námsstigin.“