Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sterkur vilji til búsetu  á landsbyggðinni
Fréttir 17. desember 2015

Sterkur vilji til búsetu á landsbyggðinni

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Í skoðanakönnun sem samtökin Landsbyggðin lifi gerði nú í haust, kemur fram að mikill meirihluti aðspurðra, eða nærri 62%, sér fyrir sér að búa á landsbyggðinni í framtíðinni. 
 
Könnunin var framkvæmd á samskiptanetinu og var kynnt á aðalfundi samtakanna hinn 9. nóvember síðastliðinn. Úrtakið var ekki ýkja stórt, eða 500 manns á aldrinum 16 til 80 ára af öllu landinu. Það gefur þó sterkar vísbendingar um afstöðu fólks til búsetu á landsbyggðinni, en  alls svöruðu 464, eða 92,8%, sem er óvenju gott svarhlutfall.
 
Var könnunin gerð sem hluti af vinnu vegna samstarfs samtakanna við systursamtök sín í Evrópu og þátttöku í ráðstefnu European Rural Parlament sem haldin var í bænum Schärding í Austurríki 7. nóvember síðastliðinn. Þar voru samankomnir 240 fulltrúar landsbyggðasamtaka í 40 Evrópulöndum, sem öll glíma við sama vanda vegna versnandi stöðu dreifbýlishéraða. Á þessu þingi voru samtök frá nærri öllum ESB-ríkjunum auk Albaníu, Armeníu, Hvíta-Rússlands, Bosníu Herzegovínu,  Makedoníu, Kósovó, Íslands, Noregs, Serbíu, Tyrklands og Úkraínu. Þar hafa menn verið að reyna að greina grunnástæður þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað með miklum fólksflutningum til stóru borganna. Einnig hvað þurfi til að hægt sé að halda í unga fólkið. Könnun samtakanna Landsbyggðin lifi var einmitt hugsuð til að varpa einhverju ljósi á þessa hluti.
 
Nú er í gangi önnur könnun samtakanna í svipaða veru í samvinnu við Háskólann á Akureyri. 
 
Konur í miklum meirihluta 
 
Konur voru í miklum meirihluta þeirra sem svöruðu, eða 68,5% en karlar voru 31,5%.
Þegar spurt var hvar svarendur byggju, þá voru íbúar höfuðborgarsvæðisins með 158 svör, eða 34,1%. Svarendur með búsetu í bæjum úti á landi voru 148, eða 31,9%. Svarendur með búsetu í þorpum eða minni bæjarfélögum voru 111 eða 23,9% og svarendur búsettir í sveit voru 47 eða 10,1%.
 
Mikill meirihluti segist vilja búa á landsbyggðinni
 
Athygli vekur, í ljósi þess hvar rúmlega þriðjungur svarenda sagðist búa, að 284, eða 61,9% þeirra sem tóku afstöðu, sögðust sjá það fyrir sér að búa á landsbyggðinni í framtíðinni. Þá sögðust 125, eða 27,2%, sjá fyrir sér að búa í framtíðinni á höfuðborgarsvæðinu, en 50, eða 10,9 %, sáu fyrir sér að búa erlendis. Þá tóku fimm svarendur ekki afstöðu til þessarar spurningar. 
 
− Sjá nánar á bls. 2 í blaðinu sem kom út í dag.
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...