Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir segir mikilvægt að velja gott fylliefni í steinsteypublöndur og sinna viðhaldi.
Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir segir mikilvægt að velja gott fylliefni í steinsteypublöndur og sinna viðhaldi.
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð var við byggingu Þverárréttar við lokaverkefni sitt í byggingartæknifræði við Háskólann í Reykjavík.

Réttin byrjaði að brotna mjög fljótlega niður eftir byggingu og segir Úlfheiður hana núna nánast að hruni komna. Upphaflega ætlaði hún að finna arðbærar lausnir til úrbóta á fjárréttinni, enda séu þessi mannvirki mikilvægur hluti af menningararfi Íslands, en ekki gafst tími til þess.

Veggirnir í Þverárrétt í Borgarfirði byrjuðu að brotna niður fljótlega eftir byggingu.
Myndir / Aðsendar
Portlandsement frá Akranesi

Þverárrétt var reist árið 1960, sem var á upphafsárum Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi. Þar var framleitt portlandsement miðað við þær kröfur sem voru í Danmörku á þeim tíma en engin reynsla af endingu þess í íslensku umhverfi.

Stór hluti verkefnisins var gagnaöflun þar sem rætt var við menn sem höfðu tekið þátt í byggingu réttarinnar á sínum tíma. Þá leitaði Úlfheiður jafnframt fanga í Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar. Að auki voru tekin sýni og send til rannsókna. Réttin sé líklegast með steypu sem sé einkennandi fyrir þennan tíma, þótt blöndunarhlutföllin, fylliefnin og vinnuaðferðirnar hafi verið mismunandi.

Steypan líklega alkalívirk

Úlfheiði fannst vanta afgerandi svar við því hvers vegna niðurbrot steypunnar er eins mikið og það er. Það hafi komið í ljós að það var samspil margra þátta og ekki hægt að benda á einhvern einn sem afgerandi. Þá sé talið líklegt að steypan sé alkalívirk, en ekki hafi gefist færi á að senda sýni í nákvæma greiningu á því. Margt sé hægt að læra af rannsókninni, en hún sýni mikilvægi þess að velja gott fylliefni í steinsteypublöndu og hversu mikilvæg aðhlynning steypu sé eftir útlagningu hennar.

Úlfheiður útskrifaðist sem húsasmiður frá FVA árið 2018 og starfaði við þá iðn í Borgarfirði áður en hún hóf grunnnám í byggingartæknifræði við Háskólann í Reykjavík.

Tekin voru sýni og send í greiningu. Þá tók Úlfheiður viðtöl við menn sem tóku þátt í byggingu fjárréttarinnar.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...