Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir segir mikilvægt að velja gott fylliefni í steinsteypublöndur og sinna viðhaldi.
Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir segir mikilvægt að velja gott fylliefni í steinsteypublöndur og sinna viðhaldi.
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð var við byggingu Þverárréttar við lokaverkefni sitt í byggingartæknifræði við Háskólann í Reykjavík.

Réttin byrjaði að brotna mjög fljótlega niður eftir byggingu og segir Úlfheiður hana núna nánast að hruni komna. Upphaflega ætlaði hún að finna arðbærar lausnir til úrbóta á fjárréttinni, enda séu þessi mannvirki mikilvægur hluti af menningararfi Íslands, en ekki gafst tími til þess.

Veggirnir í Þverárrétt í Borgarfirði byrjuðu að brotna niður fljótlega eftir byggingu.
Myndir / Aðsendar
Portlandsement frá Akranesi

Þverárrétt var reist árið 1960, sem var á upphafsárum Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi. Þar var framleitt portlandsement miðað við þær kröfur sem voru í Danmörku á þeim tíma en engin reynsla af endingu þess í íslensku umhverfi.

Stór hluti verkefnisins var gagnaöflun þar sem rætt var við menn sem höfðu tekið þátt í byggingu réttarinnar á sínum tíma. Þá leitaði Úlfheiður jafnframt fanga í Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar. Að auki voru tekin sýni og send til rannsókna. Réttin sé líklegast með steypu sem sé einkennandi fyrir þennan tíma, þótt blöndunarhlutföllin, fylliefnin og vinnuaðferðirnar hafi verið mismunandi.

Steypan líklega alkalívirk

Úlfheiði fannst vanta afgerandi svar við því hvers vegna niðurbrot steypunnar er eins mikið og það er. Það hafi komið í ljós að það var samspil margra þátta og ekki hægt að benda á einhvern einn sem afgerandi. Þá sé talið líklegt að steypan sé alkalívirk, en ekki hafi gefist færi á að senda sýni í nákvæma greiningu á því. Margt sé hægt að læra af rannsókninni, en hún sýni mikilvægi þess að velja gott fylliefni í steinsteypublöndu og hversu mikilvæg aðhlynning steypu sé eftir útlagningu hennar.

Úlfheiður útskrifaðist sem húsasmiður frá FVA árið 2018 og starfaði við þá iðn í Borgarfirði áður en hún hóf grunnnám í byggingartæknifræði við Háskólann í Reykjavík.

Tekin voru sýni og send í greiningu. Þá tók Úlfheiður viðtöl við menn sem tóku þátt í byggingu fjárréttarinnar.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...