Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stjórn BÍ ályktar um tollasamning Íslands og ESB
Fréttir 2. október 2015

Stjórn BÍ ályktar um tollasamning Íslands og ESB

Á stjórnarfundi Bændasamtaka Íslands fimmtudaginn 1. október var ályktað um tollasamning Íslands og ESB. Ályktunin er svo hljóðandi:

Stjórn Bændasamtaka Íslands átelur samráðsleysi stjórnvalda á lokastigum samningaviðræðna við Evrópusambandið um gagnkvæma niðurfellingu tolla. Í samningnum felast vissulega tækifæri fyrir íslenskan landbúnað en hitt er jafnljóst að samkeppnisstaða bænda mun í mörgum tilvikum versna.

Ekki verður séð að stjórnvöld hafi gert neina skipulega athugun á líklegum áhrifum samningsins, svo sem á samkeppnisstöðu einstakra búgreina, afurðastöðva, annarra úrvinnslufyrirtækja eða matvælaiðnaðar yfirleitt. Meta hefði þurft áhrif á afurðaverð til bænda, líklega þróun á markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu og tekjuleg áhrif að teknu tillit til áhrifa aukins markaðsaðgangs. Öllu þessu tengjast störf og afkoma - ekki bara bænda heldur líka verkafólks í úrvinnslugreinum.

Í ljósi þessarar niðurstöðu er það krafa stjórnar Bændasamtakanna að viðræðum um búvörusamninga verið hraðað. Þeim þarf að ljúka á næstu vikum og þar þarf að taka mið af þeim nýja veruleika sem samningurinn hefur í för með sér. Stjórnin telur að stjórnvöld eigi ekki að staðfesta samninginn við ESB fyrr en að nýir búvörusamningar liggja fyrir. Eðlilegt er að þessi mál séu rædd samhliða og komi til afgreiðslu Alþingis á sama tíma.
 

/ Samþykkt á fundi stjórnar 1. október 2015

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...