Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Boris Johnson, á fínu skónum, gerði sér lítið fyrir og rúði kind í heimsókn sinni til Wales. Mynd / walesonline.co.uk.
Boris Johnson, á fínu skónum, gerði sér lítið fyrir og rúði kind í heimsókn sinni til Wales. Mynd / walesonline.co.uk.
Fréttir 16. ágúst 2019

Stjórnvöld ætla að kaupa kjöt fyrir 500 milljón pund

Höfundur: Vilmundur Hansen

Breska ríkisstjórnin vinnur að áætlun sem gerir ráð fyrir að ríkið kaupi allar kjötafurðir dýra sem búið er að ákveða að slátra í landinu gangi Bretlandseyjar úr Evrópusambandinu án samnings.

Gert er ráð fyrir að afurðirnar verði keyptar á föstu verði fyrir að hámarki 500 milljón pund. Það eru rúmlega 74 milljarðar íslenskra króna.

Borga fast verð

Gangi áætlunin eftir mun stjórnin ákveða fast verð fyrir lamba- og nautakjöt og þannig tryggja bændum tekjur lokist markaður fyrir kjötið í löndum Evrópusambandsins.

Bændur telja Boris spila rússneska rúllettu

Samkvæmt því sem segir á farminguk.com vinnur Boris Johnson, forsætis­ráðherra Bretlands, að því að vinna áætluninni brautargengi innan ríkisstjórnarinnar. Boris var nýlega á ferð um Wales þar sem velskir bændur hvöttu hann til að hætta að spila rússneska rúllettu. Sauðfjárbændur þar óttast að úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings muni ganga af greininni dauðri. Samtök bænda í Wales ganga svo langt að segja að leggist sauðfjárrækt af þar muni slíkt leiða til upplausnar og óróa í samfélaginu vegna aukins atvinnuleysis.

Boris er bjartsýnn á sölu breskra afurða á fjarlægari markaði

Í heimsókn sinni til Wales sagði Boris að breska stjórnin mundi alltaf standa traust að baki breskum bændum við úrsögn landsins úr Evrópusambandinu. Hann sagði einnig að vegna gæða sinna væri hægt að selja breskar landbúnaðarvörur um allan heim og að bændur þyrftu því ekki að kvíða þótt markaðir í Evrópusambandinu kynnu að lokast.

„Þegar Bretland yfirgefur Evrópu­sambandið 31. október næstkomandi höfum við áður óþekktan möguleika á að setja fram nýja áætlun til að styðja við landbúnað og tryggja bændum betri samning,“ sagði Boris Johnson. 

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...