Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Boris Johnson, á fínu skónum, gerði sér lítið fyrir og rúði kind í heimsókn sinni til Wales. Mynd / walesonline.co.uk.
Boris Johnson, á fínu skónum, gerði sér lítið fyrir og rúði kind í heimsókn sinni til Wales. Mynd / walesonline.co.uk.
Fréttir 16. ágúst 2019

Stjórnvöld ætla að kaupa kjöt fyrir 500 milljón pund

Höfundur: Vilmundur Hansen

Breska ríkisstjórnin vinnur að áætlun sem gerir ráð fyrir að ríkið kaupi allar kjötafurðir dýra sem búið er að ákveða að slátra í landinu gangi Bretlandseyjar úr Evrópusambandinu án samnings.

Gert er ráð fyrir að afurðirnar verði keyptar á föstu verði fyrir að hámarki 500 milljón pund. Það eru rúmlega 74 milljarðar íslenskra króna.

Borga fast verð

Gangi áætlunin eftir mun stjórnin ákveða fast verð fyrir lamba- og nautakjöt og þannig tryggja bændum tekjur lokist markaður fyrir kjötið í löndum Evrópusambandsins.

Bændur telja Boris spila rússneska rúllettu

Samkvæmt því sem segir á farminguk.com vinnur Boris Johnson, forsætis­ráðherra Bretlands, að því að vinna áætluninni brautargengi innan ríkisstjórnarinnar. Boris var nýlega á ferð um Wales þar sem velskir bændur hvöttu hann til að hætta að spila rússneska rúllettu. Sauðfjárbændur þar óttast að úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings muni ganga af greininni dauðri. Samtök bænda í Wales ganga svo langt að segja að leggist sauðfjárrækt af þar muni slíkt leiða til upplausnar og óróa í samfélaginu vegna aukins atvinnuleysis.

Boris er bjartsýnn á sölu breskra afurða á fjarlægari markaði

Í heimsókn sinni til Wales sagði Boris að breska stjórnin mundi alltaf standa traust að baki breskum bændum við úrsögn landsins úr Evrópusambandinu. Hann sagði einnig að vegna gæða sinna væri hægt að selja breskar landbúnaðarvörur um allan heim og að bændur þyrftu því ekki að kvíða þótt markaðir í Evrópusambandinu kynnu að lokast.

„Þegar Bretland yfirgefur Evrópu­sambandið 31. október næstkomandi höfum við áður óþekktan möguleika á að setja fram nýja áætlun til að styðja við landbúnað og tryggja bændum betri samning,“ sagði Boris Johnson. 

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...