Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stjórnvöld stöðva ólöglegt skógarhögg í Karpatafjöllum
Fréttir 14. ágúst 2018

Stjórnvöld stöðva ólöglegt skógarhögg í Karpatafjöllum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Laganna verðir í Rúmeníu lögðu fyrir skömmu til atlögu við glæpasamtök í landinu sem hafa stundað ólöglegt skógarhögg í Karpatafjölum þar sem enn má finna leifar af frumskógum Evrópu.

Karpatafjöll eru fjallgarður sem teygir sig frá Mið-Evrópu til Austur-Evrópu og sá næstlengsti í Evrópu og er um það bil 1.500 kílómetrar að lengd. Í fjöllunum er að finna um það bil þriðjung af öllum plöntutegundum í Evrópu og leifar af síðustu frumskógum Evrópu.

Í aðgerðum lögreglu var meðal annars starfsemi timburframleiðslu fyrirtækisins Schweighofer Holzindustrie stöðvuð en fyrirtækið er í eigu Ástrala. Auk skógarhöggsmanna og flutningabílstjóra hefur fjöldi opinberra starfsmanna einnig lent í tugthúsinu fyrir að gefa út fölsk leyfi til skógarhöggs og í sumum tilfellum í friðlandi.

Talið er að starfsemin teygi sig aftur til ársins 2011 og að hún hafi velt tugmilljónum evra.

Skylt efni: Rúmenía | skógaeyðing

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...