Stjórnvöld stöðva ólöglegt skógarhögg í Karpatafjöllum
Laganna verðir í Rúmeníu lögðu fyrir skömmu til atlögu við glæpasamtök í landinu sem hafa stundað ólöglegt skógarhögg í Karpatafjölum þar sem enn má finna leifar af frumskógum Evrópu.
Karpatafjöll eru fjallgarður sem teygir sig frá Mið-Evrópu til Austur-Evrópu og sá næstlengsti í Evrópu og er um það bil 1.500 kílómetrar að lengd. Í fjöllunum er að finna um það bil þriðjung af öllum plöntutegundum í Evrópu og leifar af síðustu frumskógum Evrópu.
Í aðgerðum lögreglu var meðal annars starfsemi timburframleiðslu fyrirtækisins Schweighofer Holzindustrie stöðvuð en fyrirtækið er í eigu Ástrala. Auk skógarhöggsmanna og flutningabílstjóra hefur fjöldi opinberra starfsmanna einnig lent í tugthúsinu fyrir að gefa út fölsk leyfi til skógarhöggs og í sumum tilfellum í friðlandi.
Talið er að starfsemin teygi sig aftur til ársins 2011 og að hún hafi velt tugmilljónum evra.