Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
/Mynd VH.
/Mynd VH.
Fréttir 26. júní 2020

Stofnvísitala þorsks lækkaði frá 2013

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hafrannsóknastofnun hefur sent frá sér skýrslu um stofnmælingar hrygningarþorsks með þorsknetum frá 1996 til 2018. Í skýrslunni eru sýndar lífmassavísitölur helstu fisk­tegunda sem fást í netaralli, ásamt útbreiðslu háfiska, krabba, sjófugla og sjávarspendýra.

Í skýrslunni er meðal annars farið yfir framkvæmd og helstu niðurstöður stofnmælingar hrygningarþorsks með þorskanetum, netarall, sem fór fram í 25. sinn dagana 25. mars til 24. apríl síðastliðinn.

Stofnvísitala þorsks lækkar

Stofnvísitala þorsks er um 6% lægri en síðastliðin þrjú ár, en hún hefur verið há frá árinu 2011 eftir að hafa verið í lágmarki árin 2002–2006. Rekja má lækkun stofnvísitölunnar til að árgangur 2013, 7 ára fiskur, er lítill og minna fékkst af 8 ára fiski. Stofnvísitala þorsks lækkar á milli ára á flestum svæðum.

Samkvæmt skýrslunni var stofnvísitala þorsks í Fjörunni við Suðvesturland óvenju lág í fyrra og hækkar talsvert milli ára en er lægri en árin þar á undan.

Kanturinn fyrir austan Eyjar sker sig áfram úr og lítið fæst nú af þorski þar.

Síðastliðinn áratug hefur vægi hrygningarsvæðanna í Faxaflóa og Breiðafirði í stofnvísitölu hrygningarþorsks aukist, en hækkun hennar frá 2011 má að stórum hluta rekja til þessara svæða.

Undanfarin ár hefur orðið aukning á hrygningu þorsks fyrir suðaustan og norðan land. Ágætt samræmi er á þróun stofn­vísitalna þorsks úr stofn­mælingum hrygningarþorsks með þorska­netum og stofnmælingum með botnvörpu.

Ástand þorsks, hér metið sem slægð þyngd og þyngd lifrar miðað við lengd, er um eða undir meðaltali tímabilsins.

Breytileiki milli svæða

Talsverður breytileiki er á ástandi á milli svæða, aldurs og lengdarflokka. Verulegar breytingar hafa orðið á vaxtarhraða þorsks, þyngd miðað við aldur, á rannsóknartímanum. Vaxtarhraði hefur aukist við vestanvert landið og við Norðurland, en dregið hefur aftur úr honum síðustu ár.

Vaxtarhraði þorsks við Suðausturland var hár í byrjun, fór síðan lækkandi en hefur aukist lítillega aftur.

Kynþroskahlutfall eftir aldri breytist ekki mikið hjá algengustu aldurshópum milli ára. Hlutfall þorskhrygna á kynþroskastigi 2, kynþroska en ekki rennandi, hefur verið í hærra lagi síðastliðin tvö ár á flestum svæðum sem gæti bent til þess að hrygning hafi verið heldur seinna á ferðinni.

Stofnvísitala ufsa í netaralli mældist há líkt og verið hefur frá árinu 2016. Vísitalan lækkar frá því í fyrra, en þá var hún sú hæsta frá árinu 2002 þegar byrjað var að mæla ufsa.

Hækkun stofnvísitölu 2019 var vegna mikillar aukningar á ufsa í Fjörunni og á Bankanum, en minni breytingar voru á öðrum svæðum. Mest mælist af 7 til 11 ára ufsa í netaralli.

Stofnvísitala lúðu lækkar

Af breytingum á stofnvísitölum annarra fisktegunda í netaralli má helst nefna að vísitala lúðu í Faxaflóa og Breiðafirði hefur hækkað hratt síðustu ár og vísitölur hrognkelsis og skarkola mældust með þeim hærri frá 1996, einkum vegna mikils afla í Breiðafirði.

Skötuselur hefur nánast horfið úr Breiðafirði og Faxaflóa en þar var hann algengur á tímabilinu 1999 til 2012.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...