Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Brúin yfir Jökulsá, en þar er fyrirhugað að setja tví­breiða brú.
Brúin yfir Jökulsá, en þar er fyrirhugað að setja tví­breiða brú.
Mynd / HKr.
Fréttir 16. apríl 2020

Stórátak í að eyða einbreiðum brúm um allt land

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra hefur ákveðið með sínu fólki í ríkisstjórn að á þessu ári muni hefjast verulegt átak í að skipta út einbreiðum brúm.

Ætlunin er að verja aukalega 3.300 m. kr. til að breikka einbreiðar brýr, alls um 5.200 milljónum á næstu tveimur árum. Alls verða til um 140 ársverk vegna átaksins.

Elsta einbreiða brúin á hringveginum er brúin yfir Jökulsá á Fjöllum, byggð 1947, er orðin 73 ára gömul og komin af léttasta skeiðinu. Sú yngsta er yfir Selá í Álftafirði en hún var byggð 1985 og er því 35 ára gömul.

Áætlað er að breikka brýr yfir Köldukvíslargil á Norðaustur­vegi, Gilsá á Völlum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi, Botnsá í Tálkna­firði, Bjarnadalsá í Önundarfirði, Núps­vötn, Stóru-Laxá á Skeiða- og Hruna­manna­vegi, og Skjálfanda­fljót á Hringvegi hjá Fosshóli við Goða­foss. Auk þessa er unnið eftir samgönguáætlun en þar eru brýr yfir Jökulsá, Sólheimasandi, Hattardalsá og Steinavötn, Brunná austan við Kirkjubæjarklaustur, Kvíá í Öræfa­sveit og Fellsá í Suðursveit sem fá að víkja fyrir nýrri kynslóð. 

Skylt efni: einbreiðar brýr | brýr

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...