Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Brúin yfir Jökulsá, en þar er fyrirhugað að setja tví­breiða brú.
Brúin yfir Jökulsá, en þar er fyrirhugað að setja tví­breiða brú.
Mynd / HKr.
Fréttir 16. apríl 2020

Stórátak í að eyða einbreiðum brúm um allt land

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra hefur ákveðið með sínu fólki í ríkisstjórn að á þessu ári muni hefjast verulegt átak í að skipta út einbreiðum brúm.

Ætlunin er að verja aukalega 3.300 m. kr. til að breikka einbreiðar brýr, alls um 5.200 milljónum á næstu tveimur árum. Alls verða til um 140 ársverk vegna átaksins.

Elsta einbreiða brúin á hringveginum er brúin yfir Jökulsá á Fjöllum, byggð 1947, er orðin 73 ára gömul og komin af léttasta skeiðinu. Sú yngsta er yfir Selá í Álftafirði en hún var byggð 1985 og er því 35 ára gömul.

Áætlað er að breikka brýr yfir Köldukvíslargil á Norðaustur­vegi, Gilsá á Völlum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi, Botnsá í Tálkna­firði, Bjarnadalsá í Önundarfirði, Núps­vötn, Stóru-Laxá á Skeiða- og Hruna­manna­vegi, og Skjálfanda­fljót á Hringvegi hjá Fosshóli við Goða­foss. Auk þessa er unnið eftir samgönguáætlun en þar eru brýr yfir Jökulsá, Sólheimasandi, Hattardalsá og Steinavötn, Brunná austan við Kirkjubæjarklaustur, Kvíá í Öræfa­sveit og Fellsá í Suðursveit sem fá að víkja fyrir nýrri kynslóð. 

Skylt efni: einbreiðar brýr | brýr

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...