Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stórfelld vanræksla
Fréttir 17. nóvember 2022

Stórfelld vanræksla

Höfundur: Sigurður Már Harðarsson

Um miðjan október féll dómur í Héraðsdómi Vesturlands, þar sem bóndi á nautgripa- og sauðfjárbúi er dæmdur í eins árs fangelsi skilorðsbundið, fyrir brot á dýravelferðarlögum.

Auk þess er hann sviptur heimild til að hafa dýr í umsjá sinni, versla með þau eða sýsla með þau með öðrum hætti, í tíu ár frá birtingu dómsins.

Matvælastofnun kærði bóndann í febrúar á þessu ári, fyrir alvarlega vanrækslu á búfé.

Í yfirlýsingu stofnunarinnar kom fram að um væri að ræða eitt umfangsmesta og alvarlegasta dýravelferðarmál sem komið hafi upp hér á landi.

Lögreglustjórinn á Vesturlandi höfðaði síðan mál með ákæru 24. ágúst og var það dómtekið 30. september.

Játaði skýlaust

Í ákæruskjalinu segir að málið sé höfðað gegn ákærða „fyrir brot á dýravelferðarlögum með því að hafa um einhvern tíma fram til 21. febrúar 2022, vanrækt á stórfelldan hátt að fóðra og vatna búfé á búi sínu [...], með þeim afleiðingum að 25 nautgripir, ein geit og 175 kindur drápust eða þurfti að aflífa“.

Ákærði játaði skýlaust brot sín fyrir dómi. Hann hafði ekki áður verið fundinn sekur um refsiverðan verknað.

Þess ber að geta að þetta mál er óskylt þeim málum í Borgarfirði sem hafa ratað hafa í fjölmiðla á undanförnum vikum.

Dómur án fordæma

Sem fyrr segir er málið eitt það umfangsmesta og alvarlegasta dýravelferðarmál sem komið hefur upp á Íslandi og er dómurinn án fordæma hér á landi, samkvæmt heimildum blaðsins.

Fyrir utan það búfé sem þurfti að aflífa, svipti Matvælastofnun bóndann vörslu á þeim 300 kindum sem eftir voru á bænum og tryggði þeim fóðrun og umhirðu.

Búið hafði þrisvar sinnum áður fengið eftirlitsheimsókn frá Matvælastofnun á síðastliðnum sex árum, en ekki komu fram alvarleg frávik við fóðrun eða aðbúnað í þeim heimsóknum. Síðasta reglubundna skoðun fór fram vorið 2021.

Dómurinn í málinu hefur ekki verið birtur opinberlega á vef dómstólsins. Fallist var á beiðni þess efnis að það yrði ekki gert, vegna veikinda dómfellda.

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.