Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sex gæludýr frá Úkraínu eru nú þegar komin í einangrun á Kjalarnesi, meðal annars þessi köttur.
Sex gæludýr frá Úkraínu eru nú þegar komin í einangrun á Kjalarnesi, meðal annars þessi köttur.
Fréttir 28. júní 2022

Ströng skilyrði og allt í boði ríkisins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu í lok febrúar flúði fjöldi fólks til nærliggjandi landa í Evrópu.

Mörg höfðu gæludýr sín meðferðis og flest ef ekki öll ESB-ríki brugðust strax við með því að veita undanþágur frá innflutningsskilyrðum gæludýra. Matvælastofnun fékk strax töluvert af fyrirspurnum vegna þessa og að beiðni matvælaráðuneytis var málið skoðað og áhættan á innflutningi gæludýra frá Úkraínu metin. Í framhaldi af því var ákveðið að heimila innflutning gæludýra í eigu flóttafólks frá Úkraínu með ströngum skilyrðum. Úr varð að sett var á laggirnar sérstök einangrunarstöð með öllu sem því fylgir og formleg starfsemi er nú hafin.

Hrund Hólm, dýralæknir og deildarstjóri hjá Matvælastofnun, stýrir verkefninu.

Hrund Hólm er deildarstjóri hjá Matvælastofnun hjá inn- og útflutningsdeild, sem annars vegar fer með eftirlit með innflutningi dýra, dýraafurða, plantna og ýmissa annarra vara og hins vegar vottar íslenskar afurðir og dýr, sem fluttar eru utan.

Einangrunin er á Kjalarnesi

„Einangrunarstöðin er á Kjalarnesi og þar munu dýrin dvelja í þrjá til fjóra mánuði en eingöngu verður um ketti og hunda að ræða. Hefðbundin einangrun hunda og katta sem fluttir eru til landsins er tvær vikur. Í þeim tilfellum hafa dýrin verið undirbúin í sínu heimalandi, þ.e. þau hafa verið bólusett og undirgengist ýmsar sýnatökur og meðhöndlanir. En í tilfelli dýranna frá Úkraínu þá hefur slíkur undirbúningur ekki farið fram,“ segir Hrund.

Hundaæði

Hrund segir skilyrði vegna hundaæðis vega þyngst hvað lengd einangrunar varðar, þ.e. þar kemur til þriggja mánaða biðtími eftir að bólusetning og mótefnamæling fer fram.

„En við erum einnig á varðbergi gagnvart öðrum sjúkdómum. Hérlendis er mjög lítið um smitsjúkdóma í dýrum og er það bæði vegna landfræðilegrar einangrunar en líka vegna strangra innflutningsreglna, sem hér gilda. Þannig að auk hundaæðis þá gilda sérstök skilyrði um nokkra aðra sjúkdóma en mjög mikil áhersla er á sníkjudýr og í hefðbundinni einangrun þá greinast nánast í hverjum mánuði sníkjudýr, sem við viljum alls ekki að nái fótfestu hér á landi. Þá höfum við tækifæri til að bregðast við og meðhöndla,“ segir Hrund.

Tugþúsundir deyja af hundaæði á hverju ári

Hundaæði er banvænn veirusjúkdómur sem á uppruna sinn að rekja til leðurblaka en smitar margar spendýrategundir og þar á meðal menn. Sjúkdómurinn finnst í öllum heimsálfum nema í Ástralíu og Suðurskautslandinu en er algengastur í Asíu og Afríku. Hrund segir að árlega látist um 55.000-70.000 manns af hundaæði á heimsvísu.

„Hundar eru valdir að langflestum tilfella af hundaæði í fólki og helsta smitleiðin er með biti. Meðgöngutíminn er frá nokkrum dögum og upp í allt að 6 mánuði og einkenni eru frá taugakerfi og geta verið margvísleg en leiða að lokum til öndunarstopps og dauða. Hægt er að meðhöndla þá sem verða fyrir biti en of seint er að hefja meðhöndlun ef einkenni eru komin fram. Hundaæði er sá sjúkdómur sem mest áhersla er lögð á, á heimsvísu, þegar kemur að skilyrðum vegna flutnings hunda og katta á milli landa,“ segir Hrund.

Toppaðstaða fyrir dýrin

Þegar Hrund er spurð út í aðstöðuna á einangrunarstöðinni er hún fljót til svars.

Þessi hundur frá Úkraínu er líka kominn í einangrun en hann er hér með starfsmanni í fullum smitvarnaklæðum.

„Þar er allt í toppstandi enda er aðstaðan góð og samræmi við reglugerðir þar að lútandi. Tilgangurinn með einangrun er að smit berist ekki út í umhverfið og ef eitthvert smit kemur upp, þá sé hægt að fyrirbyggja að það dreifist. En þó aðaláherslan sé á smitvarnir þá er velferð dýranna ekki síður mikilvæg. Hvert dýr hefur sitt herbergi og útiaðstöðu og mikil áhersla lögð á að starfsfólkið verji góðum tíma með hverju dýri alla daga. Svona löng einangrun er álag fyrir dýrin og því er mikilvægt að gera það sem hægt er til að létta þeim lífið.“

Pláss er fyrir fjóra ketti og tuttugu og tvo hunda í einu á stöðinni.

Fyrstu dýrin komin til landsins

Fyrstu dýrin frá Úkraínu komu til landsins í síðustu viku og fóru þau strax í einangrun en um var að ræða sex dýr. Hrund segir að stöðin muni svo fyllast á örfáum vikum.

„Það er erfitt að segja til um hvernig þetta þróast en þeim sem leita til stofnunarinnar hefur verið bent á að hefja undirbúningsferlið áður en þau senda dýrin til Íslands þar sem það getur stytt dvölina töluvert. Það hefur verið fróðlegt og skemmtilegt að taka þátt í þessu verkefni enda er það lærdómsríkt átaksverkefni og skemmtilegt að sjá það verða að veruleika, enda hafa margir lagt á sig mjög mikla vinnu til þess að koma þessu á laggirnar,“ segir Hrund.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...