Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá Laugarvatni.
Frá Laugarvatni.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. október 2020

Stúlkur eru 70% nemenda en piltar eru aðeins 30%

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Alls stunda 147 nemendur nám við Menntaskólann að Laugarvatni í vetur, þar af 59 nýnemar. Af öllum hópnum eru um 30% nemenda piltar og 70% stúlkur.

Skólinn er heimavistarskóli og því þarf að gera sérstakar ráðstafanir vegna COVID-19. „Já, við  förum þá leiðina eftir mikla skoðun og fundahöld að vera eingöngu með einn árgang í staðnámi í einu. Núna fyrstu tvær vikurnar eru nýnemar, nemendur í 1F og 1N, í skólanum.  Nemendur í efri bekkjum hófu fjarnám/fjarvinnu 31. ágúst. Þann 7. september komu nemendur 3. árs í staðnám en þá voru nýnemar komnir í fjarnám. Eins verða nemendur annars ársins í fjarnámi viku í viðbót en koma svo í staðnám. Þá verða nemendur fyrsta og þriðja árs í fjarnámi. Eftir það koma nýnemar aftur í staðnám um stund. Svona mun námi og kennslu vera háttað á meðan þessi staða er,“ segir Halldór Páll Halldórsson skólameistari og bætir við: „Útfærsla þessi er tilkomin þar sem þetta er heimavistarskóli með mötuneyti og niðurstaða okkar var sú að þetta væri eina leiðin að fara með sóttvarnareglur í framhaldsskólum í huga.“ Alls  34 starfsmenn vinna við skólann og af þeim eru 20 við kennslu og stjórnun. Margir starfsmannanna eru í hlutastarfi, s.s. við kennslu, ræstingar og vistarvörslu. 

Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni.  Mynd / MHH

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...