Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frá Laugarvatni.
Frá Laugarvatni.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. október 2020

Stúlkur eru 70% nemenda en piltar eru aðeins 30%

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Alls stunda 147 nemendur nám við Menntaskólann að Laugarvatni í vetur, þar af 59 nýnemar. Af öllum hópnum eru um 30% nemenda piltar og 70% stúlkur.

Skólinn er heimavistarskóli og því þarf að gera sérstakar ráðstafanir vegna COVID-19. „Já, við  förum þá leiðina eftir mikla skoðun og fundahöld að vera eingöngu með einn árgang í staðnámi í einu. Núna fyrstu tvær vikurnar eru nýnemar, nemendur í 1F og 1N, í skólanum.  Nemendur í efri bekkjum hófu fjarnám/fjarvinnu 31. ágúst. Þann 7. september komu nemendur 3. árs í staðnám en þá voru nýnemar komnir í fjarnám. Eins verða nemendur annars ársins í fjarnámi viku í viðbót en koma svo í staðnám. Þá verða nemendur fyrsta og þriðja árs í fjarnámi. Eftir það koma nýnemar aftur í staðnám um stund. Svona mun námi og kennslu vera háttað á meðan þessi staða er,“ segir Halldór Páll Halldórsson skólameistari og bætir við: „Útfærsla þessi er tilkomin þar sem þetta er heimavistarskóli með mötuneyti og niðurstaða okkar var sú að þetta væri eina leiðin að fara með sóttvarnareglur í framhaldsskólum í huga.“ Alls  34 starfsmenn vinna við skólann og af þeim eru 20 við kennslu og stjórnun. Margir starfsmannanna eru í hlutastarfi, s.s. við kennslu, ræstingar og vistarvörslu. 

Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni.  Mynd / MHH

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...