Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Instagram-leikur norsku Bændasamtakanna þar sem bændur víðs vegar um landið stilla út römmum við þjóðveginn hafa vakið mikla athygli.
Instagram-leikur norsku Bændasamtakanna þar sem bændur víðs vegar um landið stilla út römmum við þjóðveginn hafa vakið mikla athygli.
Fréttir 25. ágúst 2020

Sumarherferðir norsku bændasamtakanna vekja athygli

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir
Norsku bændasamtökin keyra um þessar mundir tvær sumar­herferðir fyrir norska bændur sem er annars vegar Instagram-leikur þar sem bændur stilla út römmum við þjóðveginn sem á stendur Kom hit, eða Komið hingað – kveðja frá bónda. Hins vegar er herferð um að endurvinna dósir í stað þess að kasta þeim á víð og dreif sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir dýr. 
 
Landbúnaðarráðherra Nor­egs, Olaug Bollestad kynnti endurvinnsluherferðina með forsvarsmönnum bændasamtakanna til að vekja fólk til umhugsunar að hætta að kasta rusli og dósum í vegkanta þar sem það getur hafnað í fóðri dýra. Áldósir geta orðið eins og rakvélablöð og hefur hræðilegar afleiðingar fái dýr það í fóðri. Á hverju ári skaðast dýr í Noregi vegna þessa en nóg er að pínulítill hluti af áldós lendi í maga dýrs til að valda skaða. Herferðin mun að mestu keyra á samfélagsmiðlum en einnig sem plaköt í verslunum og á ýmsum áfangastöðum. 
 
Flestir ferðast innanlands
 
Reiknað er með að flestir Norðmenn ferðist innanlands í sumar vegna kórónuástandsins og því vilja norsku bændasamtökin minna fólk á hver það er sem heldur menningarlandslaginu opnu, bændurnir um allt land. Þess vegna var ákveðið að ráðast í Komið hingað – kveðja frá bónda-herferðina sem hefur verið vel tekið um allan Noreg. Bændur um allt land, í samvinnu við sín búnaðarfélög, hafa búið til svokallaða Instagram-ramma með skilaboðunum á þar sem fólk getur myndað sig í fallegu umhverfi og birt á Instagram. Hér mun því umhverfi bænda fá að njóta sín um leið og ferðamenn skapa minningar á ferð sinni um landið í sumar. 
 
Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.