Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Það eru mikil lífsgæði að eiga þess kost að skella sér ofan í heita sundlaug. Á Grenivík þarf að loka lauginni yfir köldustu daga vetrarins þar sem ekki er til nægt vatn fyrir alla.
Það eru mikil lífsgæði að eiga þess kost að skella sér ofan í heita sundlaug. Á Grenivík þarf að loka lauginni yfir köldustu daga vetrarins þar sem ekki er til nægt vatn fyrir alla.
Mynd / Grýtubakkahreppur
Fréttir 10. mars 2021

Sundlauginni á Grenivík lokað á köldustu dögunum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Við verðum því miður að grípa til þess bragðs að loka sundlauginni á köldustu dögum núna í vetur. Það er gert til að tryggja að fyrirtækin okkar fái það vatn sem þau þurfa til sinnar starfsemi,“ segir í frétt á vefsíðu Grýtubakkahrepps. Tíðarfar það sem eftir lifir vetrar mun ráða hversu oft þarf að grípa inn í og loka sundlauginni.

Lögnin hefur ekki undan á köldustu dögunum

Fram kemur að það hafi verið mikið framfararskref þegar hitaveita var lögð til Grenivíkur, en hún kemur alla leið frá Reykjum í Fnjóskadal. Sáu menn á þeim tíma ekki fyrir alla þá möguleika sem hitaveita skapaði, því eftir einungis um áratug í rekstri var veitan komin að þolmörkum.

„Nú er staðan þannig að lögnin hefur ekki undan á köldustu dögum og þrýstingur fellur hjá þeim notendum sem verst eru staðsettir.“
Sveitarstjórn hefur ítrekað bókað áhyggjur sínar undanfarin ár og sent áskoranir um úrbætur til Norðurorku. Einnig hafa sveitarstjóri og fulltrúar úr sveitarstjórn átt þó nokkra fundi með starfsmönnum Norðurorku. Nú síðast var fundað með starfsmönnum og stjórnarformanni Norðurorku í janúar. Sveitarstjórn hefur enn á ný sent frá sér formlegt erindi þar sem farið er fram á að Norðurorka geri nú þegar áætlun um uppbyggingu veitunnar þannig að hún geti þjónað samfélaginu til framtíðar.

Órannsökuð svæði í hreppnum

Einnig að farið verði í frekari rannsóknir með borunum í hreppnum þar sem enn eru órannsökuð svæði sem þykja nokkuð vænleg. Þá hefur verið farið fram á að afköst veitunnar verði hámörkuð svo fljótt sem mögulegt er með þeim aðgerðum sem tiltækar eru, t.d. með aukinni dælingu.

Norðurorka hefur þegar lagt í verulegar framkvæmdir á Reykjum til að auka skilvirkni og afkastagetu veitunnar. Í sumar verður byggð dælustöð sem eykur afköst og standa vonir til að næsta vetur verði staðan því mun betri en í vetur. Áformað er að setja upp fleiri dælustöðvar á leiðinni frá Reykjum til Grenivíkur á næstu árum og hámarka þannig það vatn sem við getum fengið með núverandi lögn.

Fram kemur einnig að íbúar sveitarfélagsins treysti því að Norðurorka leysi málið og staðan verði betri næsta vetur. Leita þurfi varanlegri lausna til að veitan geti þjónað vaxandi byggð og auknum umsvifum í atvinnulífi til framtíðar. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...