Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eigendur lögbýlis, þar sem stunduð er skógrækt, fóru fram á það við sveitarfélag að ágangskindur yrðu fjarlægðar.
Eigendur lögbýlis, þar sem stunduð er skógrækt, fóru fram á það við sveitarfélag að ágangskindur yrðu fjarlægðar.
Mynd / ghp
Fréttir 20. október 2022

Sveitarstjórn ber ábyrgð á smölun

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Landeigandi getur farið fram á það við sveitarstjórn, ef ágangur búfjár er verulegur, að þeir beri ábyrgð á smölun ágangsbúfjár á kostnað eigenda fjárins. Umboðsmaður Alþingis áréttar þann skilning í nýútgefnu áliti.

Tilefni álitsins var að lögbýli á Snæfellsnesi, þar sem stunduð er skógrækt, varð fyrir ágangi kinda og óskuðu þá eigendur þess eftir að sveitarfélagið smalaði ágangsfénu í samræmi við lög um afréttarmálefni. Sveitarfélagið neitaði að smala og óskuðu þá eigendur jarðarinnar eftir áliti næsta stjórnvalds, sem var innviðaráðuneytið, sem fer með málefni sveitarfélaga. Að höfðu samráði við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf innviðaráðuneytið svo út álit sitt og leiðbeiningar í júní 2021. Í þeim kemur fram sú efnislega afstaða að ákvæði laga um búfjárhald gangi framar ákvæðum laga um afréttarmál, fjallskil o.fl. Það feli í sér annan skilning, að landeigandi þurfi að friðlýsa svæði til að geta farið fram á það við sveitarstjórn að ágangsfé sé fjarlægt.

Landeigendurnir fóru með erindi sitt til umboðsmanns Alþingis sem hefur nú tekið efnislega afstöðu til þess.

Í því segir hann ljóst að lög um afréttarmálefni (nr. 6/1986) mæli fyrir um verndarrétt umráðamanns lands. Lögin fjalla um þau úrræði sem umráðamanni lands er tiltæk í krafti eignarréttar við þær aðstæður að hann verður fyrir ágangi búfjár. Þau séu í samræmi við stjórnarskrárverndaða friðhelgi eignarréttarins og styðjist við þau aldagömlu grunnreglu að bjúfjáreigendum sé óheimilt að beita fé sínu leyfislaust á annars manns land.

„Hafi ætlunin verið að gera breytingu á þessari réttarstöðu umráðamanns lands með yngri lögum, s.s. með þeirri takmörkun á eignarrétti hans að hann verði að þola ágang búfjár annarra á eign sína eða njóti ekki fyrrgreinds verndarréttar sem mælt er fyrir um í lögum nr. 6/1986, verður að gera kröfu um að það verði skýrlega ráðið af orðalagi og efni þeirra lagaákvæða sem til álita koma,“ segir í álitinu.

Álit umboðsmanns sé að varhugavert sé að skýra tilteknar greinar nýrra laga (nr. 38/2013) á þá leið að vilji löggjafans hafi staðið til þess að kollvarpa aldagömlu réttarástandi og takmarka eignarrétt umráðamanns lands m.t.t. ágangs búfjár.

„Án tillits til fyrrgreindrar niðurstöðu tel ég að atvik máls þessa, svo og breyttir samfélagshættir og landnýting á undanförnum áratugum, gefi tilefni til þess að hugað verði að endurskoðun þeirra réttarreglna sem fjallað er um í áliti þessu með það fyrir augum að réttarstaða allra hlutaðeigandi verði skýrð.“

Umboðsmaður hefur því mælst til þess að innviðaráðuneytið taki leiðbeiningar, sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið veitti vegna fyrrnefnds máls, í heild sinni til endurskoðunar þar sem þær samrýmast ekki lögum.

Skylt efni: smölun

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...