Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ingvi Stefánsson er formaður búgreinadeildar svínabænda innan Bænda­samtaka Íslands.
Ingvi Stefánsson er formaður búgreinadeildar svínabænda innan Bænda­samtaka Íslands.
Mynd / Aðsend
Fréttir 29. mars 2022

Svínabændur ályktuðu um mikilvægi þess að auka kornbirgðir í landinu

Höfundur: smh

Deild svínabænda innan Bænda­samtaka Íslands hélt sitt Búgreinaþing með fjarfundar­fyrirkomulagi 15. mars. Ingvi Stefánsson var kjörinn formaður og með honum í stjórn er Geir Gunnar Geirsson varaformaður og varamenn í stjórn eru Björgvin Þór Harðarson og Guðbrandur Brynjúlfsson. Á þinginu var ályktað um mikilvægi þess að auka kornbirgðirnar í landinu.

Þeir Ingvi og Geir Gunnar verða jafnframt fulltrúar á Búnaðarþingi fyrir deildina, sem haldið verður 31. mars og 1. apríl.

Halda átti þing svínabænda með öðrum búgreinadeildum Bændasamtaka Íslands á Hótel Natura 3. mars, en vegna veikinda í þeirra röðum varð að fresta því.

Auka þarf kornbirgðir

Ein tillaga var samþykkt á þinginu, sem verður lögð fyrir Búnaðarþing, sem snýr að mikilvægi þess að auka kornbirgðir í landinu. Í tillögunni er gert ráð fyrir að á Íslandi sé hverju sinni að lágmarki sex mánaða birgðir af korni til fóðurframleiðslu og manneldis. „Jafnframt verði stuðlað að aukinni kornrækt á landinu með það að markmiði að styrkja fæðuöryggi. Horft verði til samlegðar sem hlýst af því að koma upp birgðageymslum og móttökustöðvum fyrir innlenda kornframleiðslu,“ segir í tillögunni.

Í greinargerð með henni er bent á skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands sem var gefin út á síðasta ári undir heitinu Fæðuöryggi á Íslandi. „Skýrsluhöfundar kortleggja þar vel hversu mikilvægt er að huga að auknu fæðuöryggi þjóðarinnar. Frá því að skýrslan var gefin út hefur skapast mjög mikil óvissa hvað varðar öll aðföng í íslenskum landbúnaði vegna stríðsreksturs í Úkraínu.

Hækkanir á allri hrávöru og þ.m.t. korni hafa orðið gríðarlegar á einungis örfáum vikum. Þá kom það vel í ljós hversu berskjaldaður íslenskur landbúnaður var í efnahagshruninu árið 2008 þar sem litlu mátti muna að ekki væri hægt að flytja inn korn til landsins vegna efnahagsástandsins sem þá kom upp.

Ein sviðsmyndin sem getur komið upp á yfirstandandi ári hlýtur að vera sú að ekki fáist keypt korn til landsins. Við þeirri stöðu er nauðsynlegt að bregðast hið allra fyrsta.“

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...