Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Smithætta er talin vera mikil þar sem mávar eru í ætisleit. Skítur úr þeim getur lent nánast hvar sem er.
Smithætta er talin vera mikil þar sem mávar eru í ætisleit. Skítur úr þeim getur lent nánast hvar sem er.
Fréttir 11. júlí 2019

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í mávum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir á mávum í Ástralíu sýna að meira en 20% silfurmáva í álfunni er sýktur með sýklalyfjaónæmum E. coli bakteríum. Hætta er talin á að sýkingin geti borist úr fuglunum í menn, búfé og gæludýr.

Hlutfall silfurmáva, Larus novaehollandiae, sem reyndust vera sýktir með sýklalyfjaónæmum E. coli bakteríum sem eru hættulegar mönnum reyndist vera það sama alls staðar í Ástralíu. Í einum fugli fundust bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfinu colistin sem einungis er notað þegar engin önnur sýklalyf duga. Talið er að fuglarnir hafi sýkst við fæðuleit á ruslahaugum eða við útrennsli skólplagna.

Smithætta vegna fuglanna er talin vera mikil þar sem mávar eru mikið á ferðinni í ætisleit og getur skítur úr þeim lent nánast hvar sem er. Ungbörn eru sögð vera í talsverðri hættu á sýkingu vegna þess að þau eru forvitin og gjörn á að stinga fingrunum upp í sig.

Rétt er að halda því til haga að fuglar með sýklalyfjaónæmar bakteríur í görnunum hafa áður fundist í Portúgal, Frakklandi, Rússlandi, Grikklandi, Síberíu og Alaska svo dæmi séu nefnd. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...