Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Smithætta er talin vera mikil þar sem mávar eru í ætisleit. Skítur úr þeim getur lent nánast hvar sem er.
Smithætta er talin vera mikil þar sem mávar eru í ætisleit. Skítur úr þeim getur lent nánast hvar sem er.
Fréttir 11. júlí 2019

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í mávum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir á mávum í Ástralíu sýna að meira en 20% silfurmáva í álfunni er sýktur með sýklalyfjaónæmum E. coli bakteríum. Hætta er talin á að sýkingin geti borist úr fuglunum í menn, búfé og gæludýr.

Hlutfall silfurmáva, Larus novaehollandiae, sem reyndust vera sýktir með sýklalyfjaónæmum E. coli bakteríum sem eru hættulegar mönnum reyndist vera það sama alls staðar í Ástralíu. Í einum fugli fundust bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfinu colistin sem einungis er notað þegar engin önnur sýklalyf duga. Talið er að fuglarnir hafi sýkst við fæðuleit á ruslahaugum eða við útrennsli skólplagna.

Smithætta vegna fuglanna er talin vera mikil þar sem mávar eru mikið á ferðinni í ætisleit og getur skítur úr þeim lent nánast hvar sem er. Ungbörn eru sögð vera í talsverðri hættu á sýkingu vegna þess að þau eru forvitin og gjörn á að stinga fingrunum upp í sig.

Rétt er að halda því til haga að fuglar með sýklalyfjaónæmar bakteríur í görnunum hafa áður fundist í Portúgal, Frakklandi, Rússlandi, Grikklandi, Síberíu og Alaska svo dæmi séu nefnd. 

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...