Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýr rektor Háskólans á Hólum er, eins og margir Skagfirðingar, hestakona. Hólmfríðar Sveinsdóttur bíður það verk að fylgja eftir áherslum stefnumótunar skólans á rannsóknir og nýsköpun.
Nýr rektor Háskólans á Hólum er, eins og margir Skagfirðingar, hestakona. Hólmfríðar Sveinsdóttur bíður það verk að fylgja eftir áherslum stefnumótunar skólans á rannsóknir og nýsköpun.
Mynd / Einkasafn
Fréttir 19. apríl 2022

Tækifæri í forystuhlutverki háskóla

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

„Háskólinn á Hólum er lítill háskóli með mikla sérstöðu. Snerpa og sterk tenging við atvinnu­líf geti verið hans helstu styrk­leikar,“ segir dr. Hólmfríður Sveins­dóttir, nýskipaður rektor Háskól­ans á Hólum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, tilkynnti skipun Hólmfríðar til fimm ára frá og með 1. júní nk. á starfsmannafundi á Hólum þann 31. mars sl.

Í takt við nýja stefnumótun

„Það gladdi mig að heyra áherslur ráðherra á að háskólar yrðu settir í forgrunn við uppbyggingu nýsköpunar. Háskólum er þar falið mikið forystuhlutverk sem gefur mér byr í seglin fyrir starf okkar fram undan,“ segir Hólmfríður.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, tilkynnti skipun Hólmfríðar til fimm ára frá og með 1. júní nk. á starfsmannafundi á Hólum þann 31. mars sl.

Fyrsta verk Hólmfríðar í starfi er að kynnast starfsemi háskólans betur og fólkinu sem að honum stendur. Um 350 nemendur nema við Háskólann á Hólum í þremur deildum. „Skólinn er nýbúinn að fara í gegnum stefnumótun. Rauði þráðurinn þar er áhersla á rannsóknir og nýsköpun í samstarfi við þær atvinnugreinar sem snerta fræðasvið skólans og til að byggja undir það var búin til ný staða sviðsstjóra á því sviði hér við skólann.“

Matvælaframleiðsla í vatni mun bera uppi fæðuöryggi

Með það í huga sér Hólmfríður mikil tækifæri í að stækka fiskeldis- og fiskalíffræðideildina. „Þetta er eini skólinn á Íslandi sem kennir fiskeldi en ég tel að matvælaframleiðsla í vatni muni bera uppi fæðuöryggi í heiminum í framtíðinni. Með þá reynslu, þekkingu og sögu sem skólinn hefur nú þegar á þessu sviði er áskorun að stækka og efla það fræðasvið, t.d. í sambandi við þörungarækt.“

Frá Hólum í Hjaltadal. Mynd/ H.Kr.

Hestafræðideildina sér Hólm­fríður verða vagga þekkingar á íslenska hestinum. „Við þurfum að festa Háskólann á Hólum enn frekar í sessi sem megin þekkingar- og rannsóknarmiðstöð fyrir íslenska hestinn í heiminum.“

Þá séu enn mikil tækifæri fyrir ferðamáladeildina í að vera enn meiri þátttakandi í nýsköpun í ferðamennsku. „Ég sé til dæmis mikil tækifæri í þekkingarþróun á útivistarferðamennsku, eins og þekkist á Tröllaskaga.“

Doktor í matvælafræði

Hólmfríður er með meistaragráðu í næringarfræði og doktorsgráðu í matvælafræði. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Matís og Genís á Siglufirði. Árið 2013 tók Hólmfríður að sér framkvæmdastjórastöðu Rannsókna og þróunar hjá FISK Seafood á Sauðárkróki og vann þar til ársins 2019. Hólmfríður byggði m.a. upp fyrirtækin Iceprotein og PROTIS en PROTIS var fyrsta íslenska fyrirtækið sem þróaði og markaðssetti íslenskt fiskprótín og fiskkollagen á Íslandi. Hólmfríður hefur starfað sl. tvö ár í eigin fyrirtæki, Mergur Ráðgjöf, þar sem hún stýrir nýsköpunarverkefnum á ýmsum sviðum fyrir fyrirtæki og sveitarfélög í samstarfi við háskóla.

Hólmfríður er fædd og uppalin í Skagafirði. Hún er gift Stefáni Friðrikssyni dýralækni og eiga þau þrjú börn, Friðrik Þór, Herjólf Hrafn og Heiðrúnu Erlu. Hólmfríður og Stefán búa í Glæsibæ í Skagafirði þar sem stunduð er hrossarækt og ferðaþjónusta í samstarfi við Ragnheiði og Friðrik, foreldra Stefáns. Þar fyrir utan rekur Stefán, ásamt tveimur öðrum dýralæknum, Dýraspítalann í Glæsibæ, sem sinnir þjónustu við eigendur gæludýra, hesta og nytjadýra á svæðinu.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...