Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tæplega 9 milljóna króna styrkir til skógrannsókna
Fréttir 4. mars 2015

Tæplega 9 milljóna króna styrkir til skógrannsókna

Fimm rannsóknarverkefni sem tengjast skógvísindum fengu veglega styrki úr orku­rannsóknasjóði Landsvirkjunar, eða samtals 8,8 milljónir króna.
 
Viðfangsefnin eru fjölbreytileg. Skoðuð verður kolefnisuppsöfnun í stöðuvötnum, umhverfisbreytingar og búskapur næringarefna í jarðvegi, loftslagsáhrif skógræktar á framræstu mýrlendi, vistkerfisbreytingar á hálendi norðan Langjökuls og uppruni og erfðabreytileiki blæaspar á Íslandi. Hæsti styrkurinn nemur 2,7 milljónum króna. Skógrækt ríkisins tekur þátt í öllum þessum verkefnum en framlögin renna óskipt til verkefnanna.
 
Markmið orkurannsóknasjóðsins er að veita styrki til námsmanna, rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga, eins og fram kemur á vef Landsvirkjunar. Úthlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári. Styrkveitingar sjóðsins falla í tvo flokka. Annars vegar eru styrkir til nemenda í meistara- eða doktorsnámi og hins vegar styrkir til efnilegra nemenda sem áforma eða stunda meistara- eða doktorsnám á sviði umhverfis- eða orkumála. Styrkt eru almenn rannsóknarverkefni á sviði umhverfis og orkumála, þar með taldar rannsóknir á endurnýjanlegum orkugjöfum.
 
Eftirtalin verkefni á sviði skógvísinda hlutu styrk að þessu sinni:
 
  • Kolefnisuppsöfnun í stöðuvötnum síðustu 10.000 ár í Húnavatnssýslu. Leone Tinganelli landfræðingur. Styrkur: 600.000 kr.
  • Umhverfisbreytingar og búskapur næringarefna í jarðvegi á nútíma. Susanne Claudia Möckel landfræðingur. Styrkur: 600.000 kr.
  • Mýrviður – Loftslagsáhrif skógræktar á framræstu mýrlendi. Brynhildur Bjarna­dóttir, Háskólanum á Akureyri, í samvinnu við Landbúnaðar­háskóla Íslands og Skógrækt ríkisins. Styrkur: 2.500.000 kr.
  • Vistkerfisbreytingar á hálendi norðan Langjökuls síðustu árþúsundir. Guðrún Gísladóttir, Háskóla Íslands, í samstarfi við Skógrækt ríkisins. Styrkur: 2.700.000 kr.
  • Uppruni og erfðabreytileiki blæaspar á Íslandi. Sæmundur Sveinsson, Landbúnaðarháskóla Íslands, í samvinnu við Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins og Háskóla Bresku-Kólumbíu í Vancouver, Kanada. Styrkur. 2.400.000 kr.
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...