Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tæplega 9 milljóna króna styrkir til skógrannsókna
Fréttir 4. mars 2015

Tæplega 9 milljóna króna styrkir til skógrannsókna

Fimm rannsóknarverkefni sem tengjast skógvísindum fengu veglega styrki úr orku­rannsóknasjóði Landsvirkjunar, eða samtals 8,8 milljónir króna.
 
Viðfangsefnin eru fjölbreytileg. Skoðuð verður kolefnisuppsöfnun í stöðuvötnum, umhverfisbreytingar og búskapur næringarefna í jarðvegi, loftslagsáhrif skógræktar á framræstu mýrlendi, vistkerfisbreytingar á hálendi norðan Langjökuls og uppruni og erfðabreytileiki blæaspar á Íslandi. Hæsti styrkurinn nemur 2,7 milljónum króna. Skógrækt ríkisins tekur þátt í öllum þessum verkefnum en framlögin renna óskipt til verkefnanna.
 
Markmið orkurannsóknasjóðsins er að veita styrki til námsmanna, rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga, eins og fram kemur á vef Landsvirkjunar. Úthlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári. Styrkveitingar sjóðsins falla í tvo flokka. Annars vegar eru styrkir til nemenda í meistara- eða doktorsnámi og hins vegar styrkir til efnilegra nemenda sem áforma eða stunda meistara- eða doktorsnám á sviði umhverfis- eða orkumála. Styrkt eru almenn rannsóknarverkefni á sviði umhverfis og orkumála, þar með taldar rannsóknir á endurnýjanlegum orkugjöfum.
 
Eftirtalin verkefni á sviði skógvísinda hlutu styrk að þessu sinni:
 
  • Kolefnisuppsöfnun í stöðuvötnum síðustu 10.000 ár í Húnavatnssýslu. Leone Tinganelli landfræðingur. Styrkur: 600.000 kr.
  • Umhverfisbreytingar og búskapur næringarefna í jarðvegi á nútíma. Susanne Claudia Möckel landfræðingur. Styrkur: 600.000 kr.
  • Mýrviður – Loftslagsáhrif skógræktar á framræstu mýrlendi. Brynhildur Bjarna­dóttir, Háskólanum á Akureyri, í samvinnu við Landbúnaðar­háskóla Íslands og Skógrækt ríkisins. Styrkur: 2.500.000 kr.
  • Vistkerfisbreytingar á hálendi norðan Langjökuls síðustu árþúsundir. Guðrún Gísladóttir, Háskóla Íslands, í samstarfi við Skógrækt ríkisins. Styrkur: 2.700.000 kr.
  • Uppruni og erfðabreytileiki blæaspar á Íslandi. Sæmundur Sveinsson, Landbúnaðarháskóla Íslands, í samvinnu við Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins og Háskóla Bresku-Kólumbíu í Vancouver, Kanada. Styrkur. 2.400.000 kr.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...