Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tekjur í sauðfjár- og kúabúskap dragast saman
Fréttir 19. desember 2018

Tekjur í sauðfjár- og kúabúskap dragast saman

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hagstofa Íslands hefur gefið út rekstrar- og efnahagsyfirlit landbúnaðarins fyrir sauðfjárbú, kúabú og önnur nautgripabú eftir aðalstarfssemi. Yfirlitin eru byggð á rekstrarframtölum en sett fram á formi hefðbundinna rekstrar- og efnahagsreikninga.

Rekstraraðilum í landbúnaði er skipt eftir aðalstarfsemi samkvæmt atvinnugreinaflokkum og skiptingu tekna úr landbúnaði samkvæmt framtölum (e. main economic activity). Aðalstarfsemi er þannig sú búgrein sem skilar hæstu hlutfalli tekna hvers bús. Upplýsingarnar eru settar fram eftir landsvæði og stærðarskiptingu búa.

Sauðfjárbú
Árið 2017 höfðu 1.441 aðilar sauðfjárbúskap að aðalstarfsemi og hafði þeim fækkað um 36 frá árinu áður. Tekjur sauðfjárbúa námu 11,8 ma.kr. króna árið 2017 og lækkuðu því um 10,0% miðað við árið 2016. Afkoma sauðfjárbúa fyrir skatta (EBIT) dróst af þeim sökum saman um 56% milli áranna 2016 og 2017.

Aðilar með sauðfjárbúskap sem aðalbúgrein 2016 2017 % Breyting
Fjöldi 1.477 1.441 -2,4%
Rekstrartekjur samtals, m.kr. 13.064 11.761 -10,0%
Rekstrargjöld samtals, m.kr. -11.366 -11.016 -3,1%
Hagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT), m.kr. 1.698 744 -56,2%

Af þeim 1.441 aðilum sem höfðu sauðfjárbúskap að aðalstarfsemi árið 2017 voru 520 sem höfðu færri en 100 fjár (36% af heildinni). Aðilar með færri en 100 fjár höfðu 1,2 ma.kr. í tekjur (11% af heildinni) en rekstrarafkoma þeirra fyrir fjármagnsliði reyndist neikvæð um 96 milljónir króna (en nettó afkoma allra búa 744 milljónir).

Fjöldi sauðfjár Fjöldi sauðfjárbúa Tekjur, m.kr. Gjöld, m.kr. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT), m.kr.
1-100 520 1.239 1.336 -96
101-200 255 1.394 1.451 -57
201-300 222 2.055 1.969 86
301-400 195 2.366 2.211 155
401-500 116 1.834 1.627 207
501-600 66 1.272 1.065 207
601-700 37 785 657 128
>700 30 816 701 115
Samtals 1.441 11.761 11.016 744

Kúabú
614 aðilar höfðu ræktun mjólkurkúa að aðalstarfsemi árið 2017. Tekjur þeirra voru 21,9 milljarðar króna það ár, samanborið við 23,9 milljarða króna árið áður og höfðu tekjur þar með lækkað um 8,5% milli ára. Rekstrarafkoma kúabúa fyrir skatta (EBIT) nam 3,4 ma.kr. árið 2017.

Aðilar með ræktun mjólkurkúa sem aðalbúgrein 2016 2017 % Breyting
Fjöldi 631 614 -2,7%
Rekstrartekjur samtals, m.kr. 23.940 21.897 -8,5%
Rekstrargjöld samtals, m.kr. 18.889 18.470 -2,2%
Hagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT), m.kr. 5.051 3.427 -32,2%

Eignir jukust um 5,5% frá fyrra ári og skuldir um 2,2%. Þar með batnaði eiginfjárstaða kúabúa í heild fimmta árið í röð og var eiginfjárhlutfall í lok árs um 0%.

Talnae

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...