Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tekur við stjórnsýsluverkefnum sem flytjast frá Bændasamtökum Íslands
Mynd / Hörður Kristjánsson
Fréttir 21. janúar 2015

Tekur við stjórnsýsluverkefnum sem flytjast frá Bændasamtökum Íslands

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sjálfstæð rekstrareining hefur verður sett á laggirnar innan Bændasamtaka Íslands frá og með 1. janúar 2015 sem mun sinna þeim stjórnsýsluverkefnum sem Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (ANR) hefur ákveðið að flytjist frá Bændasamtökunum.

Á síðasta ári var vinna í gangi við flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökunum til stofnana ANR. Á haustdögum ákvað ráðuneytið að fresta flutningnum um eitt ár en undirritaður hefur verið þríhliða samningur milli Bændasamtakanna, ráðuneytisins og Matvælastofnunar um hvernig að þessum málum verður staðið á árinu 2015. Vilji ráðuneytisins er þó skýr um að stjórnsýsluverkefnin færist til Matvælastofnunar eigi síðar en 1. janúar 2016. Þess vegna mun atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra skipa verkefnisstjórn sem í eiga sæti fulltrúi ráðuneytisins, Matvælastofnunar og Bændasamtakanna og mun verkefnisstjórnin halda utan um vinnu við flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökunum til Matvælastofnunar.

Sjálfstæð eining með sjálfstæðan fjárhag

Á árinu 2015 munu Bænda­samtökin áfram sinna þeim stjórn­sýsluverkefnum sem samkomulag náðist um að færðust frá samtökunum. Sett hefur verið á stofn sjálfstæð rekstrareining með sjálfstæðum fjárhag. Með því er tryggt fullt fjárhags- og bókhaldslegt sjálfstæði rekstrareiningarinnar.

Búnaðarstofa með fjórum starfsmönnum

Vinnuheiti hinnar nýju rekstrar­einingar innan Bændasamtakanna verður Búnaðarstofa. Búnaðarstofa hóf starfsemi þann 5. janúar og verður hún staðsett í sérgreindu húsnæði á 3. hæð Bændahallarinnar. Starfsmenn hennar eru eftirtaldir: Jón Baldur Lorange, forstöðumaður, Ómar S. Jónsson, fjármálastjóri, Ásdís Kristinsdóttir og Guðrún S. Sigurjónsdóttir, fulltrúar. Verkefni Búnaðarstofu eru stjórnsýsluverkefni í tengslum við búvörusamninga og búnaðarlagasamning.

Annast stuðningsgreiðslur til bænda

Að sögn Jóns Baldurs er hér um að ræða viðamikil og vandasöm stjórnsýsluverkefni í tengslum við stuðningsgreiðslur til landbúnaðar. Þannig mun Búnaðarstofa fara með verkefni varðandi framleiðslustjórn og beingreiðslur o.fl. varðandi mjólkur- og sauðfjárframleiðslu, verkefni vegna ullarnýtingar, markaðsstarfs og birgðahald, og nýliðunarsamninga, umsjón með framkvæmd beingreiðslna í garðyrkju, utanumhald greiðslumarksskráa, annast framkvæmd greiðslu til framleiðenda sem njóta framlaga til aðlögunar að lífrænni ræktun og að síðustu má nefna utanumhald og framkvæmd á greiðslum vegna jarðræktarstyrkja og styrkja vegna vatnsveituframkvæmda.

Unnið eftir handbók um innra eftirlit

Starfsfólk Búnaðarstofu mun vinna eftir handbók um innra eftirlit. Í Búnaðarstofu verður haldið áfram þróun á tölvukerfinu AFURÐ, sem heldur utan um greiðslukerfi landbúnaðarins, og samhliða er hin rafræna upplýsingagátt í landbúnaði, Bændatorgið, þróuð í samvinnu við Bændasamtökin, þar sem beitt er aðferðum rafrænnar stjórnsýslu í sem mestum mæli. Þá tók Jón Baldur fram að flest þessara verkefna væru unnin nú þegar í umboði Matvælastofnunar samkvæmt sérstöku samkomulagi þar um og í samræmi við reglugerðir. Árið yrði nýtt til að treysta þá samvinnu enn frekar til að vinna að flutningi verkefna að fullu til Matvælastofnunar í samræmi við vilja ráðuneytisins.

Skylt efni: Búnaðarstofa

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...