Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þorsteinn Sigmundsson, formaður Félags eggjabænda.
Þorsteinn Sigmundsson, formaður Félags eggjabænda.
Fréttir 14. mars 2019

Telja hættu á margvíslegum óafturkræfum afleiðingum

Félög kjúklingabænda og eggjabænda gera ýmsar athuga­semdir við framkomin frum­varpsdrög um breytingar á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum um matvæli og lögum um eftirlit á fóðri, áburði og sáðvöru. Ljóst sé að frumvarpið muni að óbreyttu hafa margvíslegar óafturkræfar afleiðingar. 
 
Félag kjúklingabænda leggur til að reglur sem í notkun eru hér á landi um varnir gegn kamfylobacter og salmonellu í framleiðslu alifuglakjöts verði sett inn í lög  um innflutning á ófrosnu kjöti og öðlist þá lagalegt gildi. 
 
Óheimilt verði að flytja inn kjöt af sýktum fuglum
 
Við 4. grein, 1. mg. verði bætt við: að staðfest verði með sýnatöku úr eldi ekki meira en fimm dögum fyrir slátrun og að úr slátursýni hafi ekki greinst kamfylobacter í fuglinum. Hafi eldissýni reynst jákvætt verði innflutningur óheimill. Komi jákvætt slátursýni úr sömu sendingu eða hóp og varan komin til landsins skal ekki dreifa henni á markað ófrosinni. Til samræmis við íslenskar reglur.
 
Sömu reglur gildi varðandi innflutning um varnir gegn salmonellu og gilda á Íslandi
 
Jón Magnús Jónsson, formaður Félags kjúklingabænda.
Þá vill Félag kjúklingabænda að  varnir gegn salmonellu verði einnig þær sömu í kjúklingi sem fluttur er til landsins og við framleiðslu á alifuglum hérlendis. Að sýni sé tekið úr eldishópi á eldistíma og séu ekki eldri en 21 dags við slátrun. Séu þau jákvæð skuli varan ekki koma til landsins. Gildir þetta um allar tegundir salmonellu. Sýni skal tekið úr sama hópi við slátrun og ef salmonella greinist skal innkalla vöruna sé hún komin til landsins og í dreifingu.  
 
Skýlaus krafa um rekjanleika
 
Gerð er krafa um algjöran rekjanleika í alifuglaeldi á við það sem reglur hérlendis kveða á um.  Hver hópur haldi sínu númeri frá eldishúsi á markað.
 
Þá benda kjúklingabændur á að þeir fjármunir sem nefndir hafa verið til rannsókna á matvælum, eða 15 milljónir króna, séu allt of litlir og nær væri að tífalda þá upphæð. 
 
Tollar verði uppfærðir og rekstrarskilyrði jöfnuð 
 
Til að styðja við innlenda framleiðslu er gerð sú krafa til stjórnvalda að tollar á innflutningi alifuglakjöts sem staðið hafa óbreyttir í krónutölu á annan áratug, verði uppfærðir frá árinu 2007 til verðlags dagsins í dag til að jafna þau rekstrarskilyrði sem landbúnaðinum var ætlað við gerð samninga við ESB.
Komi upp sjúkdómar í alifuglum muni það falla undir lög um dýrasjúkdóma nr. 25/1993 gr. 20. 
Hætta á margvíslegum óafturkræfum afleiðingum
 
Eggjabændur tala á svipuðum nótum og segja ljóst að hætta sé á margvíslegum óafturkræfum afleiðingum sem frumvarp þetta mun hafa á íslenska eggjaframleiðslu og landbúnað í heild sinni verði það að lögum. Eggjabændur taka undir þau sjónarmið er lúta að því að verja lýðheilsu almennings sem og hættuna á að nýir búfjársjúkdómar berist til landsins. 
 
Öfundsverð staða á Íslandi sem vandfundin er á meginlandi Evrópu
 
„Heilnæmi íslenskra eggjaafurða er eins og best verður á kosið og sýklalyfjanotkun nær óþekkt svo áratugum skiptir. Sjúkdómastaða er sömuleiðis með eindæmum góð enda innflutningur á erfðaefni háður mjög svo ströngum skilyrðum. Þetta hvort tveggja er mjög öfundsverð staða sem vandfundin er á meginlandi Evrópu. 
 
Einnig er vert að benda á þá staðreynd að matvælahneyksli hafa átt sér stað í Evrópu, s.s. Fipronil skordýraeitrunina árið 2017 í eggjum sem sýnir það og sannar að umræða um matvælaöryggi getur ekki flokkast undir áróður eins og hagsmunaaðilar og pólitískir meðreiðarsveinar þeirra tala um heldur er þetta bláköld staðreynd. 
 
Eggjabændur telja mjög mikilvægt að afurðir sem hingað kunni að berast uppfylli þær kröfur sem íslensk stjórnvöld og neytendur setja íslenskri framleiðslu í hvívetna. Það á við um sýklalyfjanotkun, heilbrigði búfjár, notkun eiturefna sem og aðbúnað hænsnfugla og kröfur um dýravelferð. Það er skýlaus krafa að framleiðendur séu jafnsettir hvað þetta varðar enda skilyrði sem þegar eru uppfyllt í framleiðslu eggja hérlendis.“
 
Þá setja eggjabændur fram rökstuddar athugasemdir í 6 liðum. Þá leggja þeir til að skoðað verði sérstaklega hvernig jafna megi stöðu framleiðenda hérlendis. Eins að skoðað verði hvort það komi til álita hjá stjórnvöldum að koma til móts við bændur ef sú staða kemur upp að menn sjái fram á hrun í greininni. 
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...