Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda.
Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda.
Fréttir 20. júlí 2018

Þarf að hafa hraðar hendur

Höfundur: MÞÞ

„Ef bregðast á við fyrir haustið þarf að hafa hraðar hendur,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda. Starfshópur um endurskoðun búvörusamninga skilaði tillögum til ráðherra í byrjun júlí og fundur verður í dag með ráðherra.

„Þá kemur betur í ljós hvaða áherslur hann leggur inn í endurskoðunina.“ Hún á von á að starfið í endurskoðunarnefndinni verði gott, „almenn bjartsýni er alltaf gott veganesti“.

Áherslur LS eru skýrar, þær snúast í meginatriðum um að létta þrýstingi á framleiðslu og markaði, lykilatriðið sé að jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar náist sem fyrst. Mikilvægt sé að farið sé í hagræðingaraðgerðir í afurðageiranum, bæði gagnvart stöðu sauðfjárræktar og eins vegna harðnandi samkeppni við innflutning á kjötmarkaði. Samhliða þurfi að horfa til þess að styrkja atvinnumöguleika í dreifbýli, sauðfjárbændur hafi í þeim efnum horft til verkefna á sviði kolefnisbindingar.

Gengur ekki til lengdar að framleiða undir kostnaðarverði

Oddný segir greinina þurfa sinn tíma til að ná vopnum sínum og hún sé fráleitt komin upp úr öldudalnum. „Ef við gyrðum í brók og látum verkin tala hef ég trú á að við náum viðspyrnu nokkuð fljótt en það þýðir ekki að sitja og bíða eftir kraftaverkum, það er einfaldlega líklegt til að enda illa,“ segir hún. Stjórnvöld þurfi að taka þátt og brýn nauðsyn sé á að taka skynsamlegar ákvarðanir innan afurðageirans. „Ég lít svo á að sú siðferðilega skylda og samfélagslega ábyrgð hvíli nú á afurðastöðvum, og stjórnendum þeirra, að skila þeirri framlegð sem mögulegt er til bænda. Það liggur fyrir að bændur framleiða undir kostnaðarverði og það gengur ekki til lengdar, það sér hver maður.  Þessi staða varðar fólk, í sumum tilfellum eru heimili og jafnvel samfélög undir.“

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...