Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ásgerður Kristín Gylfadóttir, formaður bæjarráðs á Hornafirði og formaður SASS, og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við undirritun samkomulags um þekkingarsetrið. Samkomulagið gildir til ársins 2024 og nemur fjárstyrkurinn 5.870.000 krónum.
Ásgerður Kristín Gylfadóttir, formaður bæjarráðs á Hornafirði og formaður SASS, og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við undirritun samkomulags um þekkingarsetrið. Samkomulagið gildir til ársins 2024 og nemur fjárstyrkurinn 5.870.000 krónum.
Fréttir 13. október 2021

Þekkingarsetur um úrgangsmál tekið til starfa á Laugarvatni

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnar­ráð­herra undirritaði nýlega sam­komu­lag um fjárstuðning við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) til að stofna þekkingarsetur á Laugarvatni um úrgangsmál.

Tilgangur setursins er að aðstoða sveitarfélög við að innleiða hringrásarhagkerfi í úrgangsmálum með megináherslu á endurnýtingu og þar með að draga úr urðun heimilis­úrgangs.
Ásgerður Kristín Gylfadóttir, formaður bæjarráðs á Hornafirði og formaður SASS, undirritaði samkomulagið ásamt Sigurði Inga.

„Með þessari styrkveitingu er ætlunin að skapa mikilvægan vettvang til að veita sveitarfélögum ráðgjöf og gera kleift að standa við markmið sín varðandi úrgangsmál og stuðla að framþróun og uppbyggingu á því sviði,“ segir Sigurður Ingi.

Þekkingarsetrið mun aðstoða sveitarfélög við að halda utan um málaflokkinn og laga sig að nútíma­legri úrgangsstjórnun. Það mun einnig birta upplýsingar um þjónustugjöld og raunkostnað við afsetningu úrgangs í öllum sveitarfélögum og koma á samræmingu á úrgangsgögnum frá mismunandi þjónustuaðilum.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...