Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þekktur svínabóndi hættir framleiðslu sérvöru
Fréttir 9. desember 2015

Þekktur svínabóndi hættir framleiðslu sérvöru

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Þekktur svínaframleiðandi í Danmörku, Karsten Westh, ákvað á dögunum að hætta framleiðslu á svínakjöti með ákveðna sérstöðu vegna þess að veitingastaðir og verslunarkeðjur eru
ekki tilbúin til að borga fullnægjandi verð fyrir vöruna.

Að því  er fram kemur í Landbrugsavisen þá   mun  Karsten loka fyrirtæki sínu, Det Bornholmske Kødkompagni, sem hefur frá byrjun árs selt svínakjöt undir vörumerkjunum Bryggerigris, Økogris og Økoskovgris.

Viðskiptahugmynd Karsten gekk út á að selja svínakjöt af sérvöldum grísum sem voru fæddir, uppaldir og slátraðir á Bornholm.

Kennir verslanakeðjurisunum um

Svínabóndinn kennir nú  sérstaklega verslanakeðjunum um að sjá sér ekki fært að borga nægilega vel fyrir  gæðavörur  frá  honum og að forsvarsmenn þeirra vilji fá alltof stóran hlut í sinn vasa. Kjötið sem þeir eru tilbúnir að greiða 40–50 danskar krónur á kílóið fyrir er selt á 150 danskar krónur á kílóið og þar ofan á bætist virðisaukaskattur.

Karsten gengur harðast út gegn verslanakeðjunni Coop í dönskum fjölmiðlum og segir þá tilbúna að greiða fimm krónur meira fyrir gæðakjöt frá Bornholm en að viðræður við þá hafi ekki náð lengra. Einnig er hann svekktur út í veitingastaði í nærumhverfi sínu sem hafa boðið kjöt frá honum undir öðrum formerkjum en rétt eru og sjálfsagt vegna þess, að hans mati, að þeir vilja ekki borga það verð sem sanngjarnt er fyrir bóndann.

Útflutningur á unnu svínakjöti til Kína

Á sama tíma greinir Landbrugsavisen einnig frá því að nú styttist í að kínversk yfirvöld gefi grænt ljós á að opna fyrir innflutning til sín á dönsku elduðu svínakjöti, eins og pylsum. Tveir þriðju hlutar af kjöti sem rúmlega milljarður Kínverja neytir er svínakjöt og áætla Danir nú að með innflutningnum geti það þýtt 250 milljónir danskra króna árlega aukalega í danskar útflutningstekjur.

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...