Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þín aðild að Bændasamtökunum
Fréttir 15. febrúar 2017

Þín aðild að Bændasamtökunum

Seinni hluta febrúar munu BÍ senda greiðsluseðla með félagsgjöldum til allra félagsmanna. Til þess að lágmarka útsendingu á röngum félagsgjöldum er bændum ráðlagt að yfirfara sínar skráningar fyrir 20. febrúar.
 
Upplýsingar um félagsaðild félagsmanna Bændasamtaka Íslands eru aðgengilegar á Bændatorginu undir „félög/sambönd“ á upphafssíðunni. Hægt er að sjá hvaða einstaklingar með félagsaðild tengjast viðkomandi búrekstri/búsnúmeri, en áður voru þar upplýsingar um aðildarfélög umráðamanns búsins.
 
Grunngjald verður 42 þús. krónur
 
Grunngjald fyrir aðild að Bændasamtökunum er 42.000 kr. fyrir árið 2017. Því fylgir aðild með fullum félagslegum réttindum fyrir tvo einstaklinga sem standa saman að búrekstri. Til aðgreiningar kemur þetta fram í félagatali sem „BÍ – félagsgjald A“.
 
Ef fleiri en tveir einstaklingar standa fyrir búi greiðir hver félagsmaður umfram tvo að auki 12.000 kr. Til aðgreiningar er þessi leið skilgreind í félagatali sem „BÍ – félagsgjald B“.
 
Hafið samband fyrir 20. febrúar
 
Þeim vinsamlegu tilmælum er bent til félagsmanna að þeir yfirfari upplýsingarnar. Ef að breytinga er þörf og/eða ef einhverjar spurningar vakna þá má senda athugasemd í gegnum Bændatorgið (sjá neðst til hægri þegar komið er inn á upphafssíðu). Æskilegt er að þeir sem vilja breyta skráningu á félagsaðild hafi samband í síðasta lagi 20. febrúar nk. til að ná inn breytingum fyrir útsendingu reikninga. 
 
Ert þú með spurningar?
 
Fulltrúar í þjónustuveri BÍ munu svara fyrirspurnum í síma 563-0300 á skrifstofutíma. Þær Guðbjörg Jónsdóttir og Guðlaug Eyþórsdóttir svara fyrirspurnum um það sem snýr að félagsaðild en þær Jóhanna Lúðvíksdóttir og Sigríður Þorkelsdóttir sjá um innheimtumál. Netfang Bændasamtakanna er bondi@bondi.is.
 
Nánari upplýsingar um aðild og félagsgjöld BÍ er að finna á vef samtakanna, bondi.is.
 
Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...