Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þín aðild að Bændasamtökunum
Fréttir 15. febrúar 2017

Þín aðild að Bændasamtökunum

Seinni hluta febrúar munu BÍ senda greiðsluseðla með félagsgjöldum til allra félagsmanna. Til þess að lágmarka útsendingu á röngum félagsgjöldum er bændum ráðlagt að yfirfara sínar skráningar fyrir 20. febrúar.
 
Upplýsingar um félagsaðild félagsmanna Bændasamtaka Íslands eru aðgengilegar á Bændatorginu undir „félög/sambönd“ á upphafssíðunni. Hægt er að sjá hvaða einstaklingar með félagsaðild tengjast viðkomandi búrekstri/búsnúmeri, en áður voru þar upplýsingar um aðildarfélög umráðamanns búsins.
 
Grunngjald verður 42 þús. krónur
 
Grunngjald fyrir aðild að Bændasamtökunum er 42.000 kr. fyrir árið 2017. Því fylgir aðild með fullum félagslegum réttindum fyrir tvo einstaklinga sem standa saman að búrekstri. Til aðgreiningar kemur þetta fram í félagatali sem „BÍ – félagsgjald A“.
 
Ef fleiri en tveir einstaklingar standa fyrir búi greiðir hver félagsmaður umfram tvo að auki 12.000 kr. Til aðgreiningar er þessi leið skilgreind í félagatali sem „BÍ – félagsgjald B“.
 
Hafið samband fyrir 20. febrúar
 
Þeim vinsamlegu tilmælum er bent til félagsmanna að þeir yfirfari upplýsingarnar. Ef að breytinga er þörf og/eða ef einhverjar spurningar vakna þá má senda athugasemd í gegnum Bændatorgið (sjá neðst til hægri þegar komið er inn á upphafssíðu). Æskilegt er að þeir sem vilja breyta skráningu á félagsaðild hafi samband í síðasta lagi 20. febrúar nk. til að ná inn breytingum fyrir útsendingu reikninga. 
 
Ert þú með spurningar?
 
Fulltrúar í þjónustuveri BÍ munu svara fyrirspurnum í síma 563-0300 á skrifstofutíma. Þær Guðbjörg Jónsdóttir og Guðlaug Eyþórsdóttir svara fyrirspurnum um það sem snýr að félagsaðild en þær Jóhanna Lúðvíksdóttir og Sigríður Þorkelsdóttir sjá um innheimtumál. Netfang Bændasamtakanna er bondi@bondi.is.
 
Nánari upplýsingar um aðild og félagsgjöld BÍ er að finna á vef samtakanna, bondi.is.
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...