Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Katrín Grétarsdóttir hannyrðakona hefur unnið með íslenska ull í 17 ár þar sem hún hannar og framleiðir allskyns skrautmuni og nytjahluti undir merkinu Flókakonan. Sjá má verk hennar og vörur á Instagram og Facebook en einnig á heimasíðunni flokakonan.is
Katrín Grétarsdóttir hannyrðakona hefur unnið með íslenska ull í 17 ár þar sem hún hannar og framleiðir allskyns skrautmuni og nytjahluti undir merkinu Flókakonan. Sjá má verk hennar og vörur á Instagram og Facebook en einnig á heimasíðunni flokakonan.is
Fréttir 2. október 2020

Þjóðlegar kynjaverur úr þæfðri ull

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Katrín Grétarsdóttir byrjaði að vinna með íslenska ull árið 2003 og eftir það var ekki aftur snúið. Nú rekur hún verslunina Flókakonan og hefur vinnustofu í sama húsnæði að Brekkuhúsum í Grafarvogi í Reykjavík þar sem dagarnir fljúga við þæfingu ullar og margvíslegan saumaskap. Það er óhætt að segja að maður komi inn í litríkan ævintýraheim ullarinnar við að heimsækja Katrínu sem býr til skrautmuni og nytjahluti úr íslensku ullinni.

„Ég hef alltaf verið mikil handavinnukona og var lengi vel heimavinnandi með börnin mín sem eru núna á þrítugsaldri. Á ákveðnum tímapunkti ákvað ég að fara í hóp handverksfólks í Mosfellsbæ þar sem ég lærði að nota leir. Þar hitti ég konu frænda míns sem er leikskólakennari og hún benti mér á að ég þyrfti endilega að prófa að vinna með ull. Þannig að ég byrjaði við eldhúsborðið heima að gera tilraunir með íslensku ullina og þá var ekki aftur snúið. Íslenska ullin er alveg einstök, það er hægt að gera svo margt við hana því hún er svo viðráðanleg og hægt að móta eftir hentisemi þegar hún er blaut,“ segir Katrín sem er lærð hárgreiðslukona.

 

Hátt í 900 flókar á viku

Katrín fær innblástur úr goðafræðinni en einnig einkenna flókarnir hennar eða fígúrurnar sem hún býr til úr þæfðri ull hið þjóðlega íslenska og þjóðtrúnni.

„Þetta vatt fljótlega upp á sig og ég fór að hugsa hvað ég gæti gert fyrir ferðamenn en jafnframt Íslendinga. Þetta er létt vara og kostar ekki mikið svo það er hentugt fyrir ferðamenn að grípa með sér slíkan minjagrip. Formið á flókunum mínum er alltaf eins og síðan get ég leikið mér að því að klæða þá í nýja búninga og liti. Þegar mest var seldi ég á bilinu 100 til 900 flóka á viku og var með konur hér í vinnu enda nóg að gera en síðan fór auðvitað allt á annan veg eftir að kórónukrísan skall á,“ útskýrir Katrín og segir jafnframt:

„Þannig að túristabransinn er auðvitað hruninn og síðan verður maður að sjá hversu lengi það varir. En að sama skapi hefur það gefið mér aukinn tíma til að koma öllum mínum hugmyndum í verk því það er aldrei hörgull á þeim. Ég er til dæmis barnaskóasjúklingur og hef núna loksins tíma í að sinna því ásamt því að ég er byrjuð að leira aftur. Eftir að Covid-ið skall á hef ég líka verið að þróa kúlur sem skraut í glugga og mottur undir hnakka og í barnavagna ásamt undirlagi fyrir göngugarpa sem þeir geta notað úti í náttúrunni. Þó að ég sé orðin ein eftir á vinnustofunni vegna ástandsins þá líða dagarnir hratt og það er alltaf nóg að gera.“

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...