Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þorvaldur Kristjánsson rær á önnur mið
Mynd / TB
Fréttir 21. júlí 2020

Þorvaldur Kristjánsson rær á önnur mið

Höfundur: TB
Þorvaldur Kristjánsson, hrossa­­ræktar­ráðunautur hjá Ráðgjafar­miðstöð landbúnaðarins, hefur sagt starfi sínu lausu.
 
Þorvaldur hóf störf sem ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML í ársbyrjun 2015 og hefur verið ræktunarleiðtogi í íslenskri hrossarækt síðan. Hann hættir í ágústlok en óvíst er hver tekur við starfinu í kjölfarið. Að sögn Þorvaldar var ákvörðunin ekki auðveld þar sem starfið hafi verið afar skemmtilegt en hann mun snúa sér að öðrum verkefnum í haust.  
 
„Það er búið að vera áhugavert og gefandi að starfa hjá RML enda sameinar starfið vinnu og áhugamál,“ segir Þorvaldur, sem mun síður en svo hætta afskiptum af hrossaræktinni þótt hann láti af starfi ábyrgðarmanns hjá RML. 
 
Þorvaldur mun stunda rannsóknir í tengslum við íslenska hestinn hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem hann hefur verið í hlutastarfi, auk þess að sinna áfram hrossadómum á kynbótasýningum.
 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...