Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þorvaldur Kristjánsson rær á önnur mið
Mynd / TB
Fréttir 21. júlí 2020

Þorvaldur Kristjánsson rær á önnur mið

Höfundur: TB
Þorvaldur Kristjánsson, hrossa­­ræktar­ráðunautur hjá Ráðgjafar­miðstöð landbúnaðarins, hefur sagt starfi sínu lausu.
 
Þorvaldur hóf störf sem ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML í ársbyrjun 2015 og hefur verið ræktunarleiðtogi í íslenskri hrossarækt síðan. Hann hættir í ágústlok en óvíst er hver tekur við starfinu í kjölfarið. Að sögn Þorvaldar var ákvörðunin ekki auðveld þar sem starfið hafi verið afar skemmtilegt en hann mun snúa sér að öðrum verkefnum í haust.  
 
„Það er búið að vera áhugavert og gefandi að starfa hjá RML enda sameinar starfið vinnu og áhugamál,“ segir Þorvaldur, sem mun síður en svo hætta afskiptum af hrossaræktinni þótt hann láti af starfi ábyrgðarmanns hjá RML. 
 
Þorvaldur mun stunda rannsóknir í tengslum við íslenska hestinn hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem hann hefur verið í hlutastarfi, auk þess að sinna áfram hrossadómum á kynbótasýningum.
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...