Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skógareyðing í Ástralíu er jafnframt eyðing á náttúrulegum búsvæðum fjölda dýra sem ekki finnast annars staðar villt í heiminum.
Skógareyðing í Ástralíu er jafnframt eyðing á náttúrulegum búsvæðum fjölda dýra sem ekki finnast annars staðar villt í heiminum.
Fréttir 15. mars 2018

Þrír milljónir hektara af skógum gætu tapast á næstu 15 árum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hugmyndir eru uppi um að á næstu tveimur áratugum, jafnvel fyrir árið 2030, verði um þrjár milljónir hektara af frumskógi ruddir í austanverðri Ástralíu.

Ástæða þessa er aukin ásælni í ræktarland til landbúnaðar, skorti á reglugerðum um landnotkun og vilja stjórnvalda til aðgerða.

Líffræðileg fjölbreytni í Ástralíu er mikil og talið að 8% af villtum tegundum dýra og plantna eigi sér heimkynni þar. Um 85% plöntu- og 84% dýrategunda í Ástralíu finnast einungis þar. Þrátt fyrir gríðarlega stærð heimsálfunnar Ástralíu eru skráðar þar hátt á annað þúsund plöntu- og dýrategunda í hættu vegna ágangs manna á búsvæði þeirra.

Vaxandi skógareyðing

Auk skógareyðingar vegna skógarhöggs eru loftslagsbreytingar þegar farnar að valda skógar­eyðingum í Ástralíu sem enginn sér fyrir endann á.

Árið 1990 settu stjórnvöld í Ástralíu lög um fellingar á skógi í álfunni eftir að mælingar sýndu að um fjórðungur af kolefnislosun Ástrala var vegna skógareyðingar. Tuttugu árum síðar, árið 2010, hafði losun vegna skógargeyðingar náð sömu hæðum og hefur aukist talsvert síðan. Ástandið er talið svo slæmt að á nýjasta lista náttúruverndarsamtakanna World Wide Fund er eina vestræna landið á lista yfir lönd þar sem skógareyðing er sögð vera alvarlegt vandamál.

Tré felld sem aldrei fyrr

Samkvæmt opinberum tölum frá Ástralíu voru tæplega 400 þúsund hektarar af náttúrulegu gróðurlendi rudd 2015 til 2016, sem er 33% meira en árið áður. Tölur frá Oueensland, þar sem eyðingin er mest á þarlendum skala og upplýsingar taldar ábyggilegastar, sýna að tré eru felld sem aldrei fyrr. Til að setja skóglendið í samræmi er talið að land sem er á við 1.500 knattspyrnuvelli að alþjóðlegri keppnisstærð sé fellt á hverjum degi.

Eyðing búsvæða

Ekki er nóg með að um gríðarlega skógareyðingu sé að ræða í Ástralíu heldur á sér stað á sama tíma eyðing á náttúrulegum búsvæðum fjölda sjaldgæfra dýrategunda sem ekki eiga sér skjól annars staðar.

Skylt efni: Skógareyðing | Ástralía

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...