Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigríður Jóna Hannesdóttir verkefnastjóri, Sigurður Sævar Gunnarsson framkvæmdastjóri og Sunna Jökulsdóttir, þróunar- og gæðastjóri Ístex.
Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigríður Jóna Hannesdóttir verkefnastjóri, Sigurður Sævar Gunnarsson framkvæmdastjóri og Sunna Jökulsdóttir, þróunar- og gæðastjóri Ístex.
Fréttir 10. október 2019

Þróar mýkra ullarband, ullareinangrun og litun

Ístex hf. hefur verið að þróa sig áfram í nýjum vörum undanfarið, með það fyrir stafni að nýta íslensku ullina sem best. Þetta hafa verið mörg skemmtileg verkefni sem margir hafa komið að, að sögn Sunnu Jökulsdóttur, þróunar- og gæðastjóra Ístex.

Meðal verkefna er mýkra lambs­ullarband sem unnið er í samstarfi með Glófa. Annað verkefni er ullar­einangrun í fatnað, þar sem sérstök áhersla er lögð á þvott­heldni og slitþol. Þá er eitt af stærstu þróunarverkefnum um liti og umhverfis­­mál. Viðskiptavinir hafa verið að kalla eftir  umhverfisvænni litum. Ístex hefur lagt í talsverða fjárfestingu að ýta því áfram. Meðal annars er unnið að OEKO TEX 100 vottun fyrir ullina.

Að sögn Sigurðar Sævars Gunnars­sonar framkvæmda­stjóra þá hefur Sigríður Jóna Hannesdóttir verið ráðin til starfa sem verkefnastjóri til þess að ýta þessum tækifærum úr vör bæði hérlendis og erlendis.

Sigríður Jóna segist vera að leggja lokahönd á að setja á markað íslenska ullarsæng. Sængin er fyllt með 100% mislitri íslenskri ull sem búið er að þvo sérstaklega, kemba í fín lög og hólka niður. Þannig að hún er þvottheldin á 40° ullarprógrammi. Sængin andar mjög vel og er einstaklega létt.

Það sem er svo skemmtilegt við íslensku ullina er að hún er bæði góð fyrir heit sumur og kalda vetur. Til að byrja með er búið að hanna tvenns konar gerðir af sængum, annars vegar heilsárssæng, og hins vegar vetrarsæng. Heilsárssængin er góð allan ársins hring en vetrarsæng er hins vegar með meiri ull, og því hlýrri og hentar vel fyrir einstaklinga sem eru kuldaskræfur.

Að sögn Sigríðar er hún sjálf með vetrarsæng og er hæst ánægð með hana. Sængurnar hjá Ístex er tilvaldar fyrir einstaklinga sem kjósa að nota vörur með náttúrulegum efnum eða eru viðkvæmir fyrir kemískum efnum.

Sigríður Jóna segir að mörgu að huga og þau séu stolt að þróa þessa nýju vörulínu. Eitt sem þau eru núna að þróa eru koddar með íslenskri ull. Stefnan er að koddarnir verði í boði fyrir jólin, þannig að það verður auðvelt fyrir Íslendinga að kaupa jólagjafir í ár, hvort sem það er sæng eða koddi.

Hægt er að kaupa sængina á heimasíðunni www.lopidraumur.is og stefnt er að því að bjóða upp á fría heimsendingu um allt land.

Skylt efni: Ístex | ullarvinnsla

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...