Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Doktorsverkefni Sigríðar miðaði að því að þróa ónæmismeðferð gegn sumarexemi í hestum. Niðurstöður rannsókna hennar benda á tvö úrræði gegn sumarexemi. Annars vegar fyrirbyggjandi meðferð með bólusetningu í eitla og hins vegar meðhöndlun um munn með byggi
Doktorsverkefni Sigríðar miðaði að því að þróa ónæmismeðferð gegn sumarexemi í hestum. Niðurstöður rannsókna hennar benda á tvö úrræði gegn sumarexemi. Annars vegar fyrirbyggjandi meðferð með bólusetningu í eitla og hins vegar meðhöndlun um munn með byggi
Fréttir 26. júní 2017

Þróar ónæmismeðferð gegn sumarexemi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
„Um 1.300–1.400 hross eru árlega flutt út en ef sumarexem væri ekki vandamál má leiða að því líkur að þessi tala ætti að vera nær 2.000 hross. Það er nefnilega þannig að tíðni sumarexems hjá íslenskum hestum, sem fæddir eru t.d. í Evrópu og alast upp með smámýinu, flugunni sem veldur sumarexeminu, er í kringum 5%. Þetta gerir það að verkum að fólk telur öruggara út af sumarexeminu að kaupa íslenska hesta sem fæddir eru erlendis en þá sem fæddir eru hérna heima,“ segir dr. Sigríður Jónsdóttir, sem lauk doktorsnámi í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands föstudaginn 26. maí sl.
 
Doktorsverkefnið hennar miðaði að því að þróa ónæmismeðferð gegn sumarexemi í hestum. Sumarexem er ofnæmi gegn biti smámýs og lýsir sér sem húðútbrot og kláði. Íslenskir hestar sem eru fluttir út á svæði þar sem smámý er í miklum mæli fá sumarexem í yfir 50% tilfella ef þeir eru ekki varðir fyrir flugunni, til dæmis með yfirbreiðslum. Heilt yfir er tíðni sumarexems 26–34% hjá útfluttum íslenskum hestum. 
 
Þekking sem leggur grunn að meðferðum
 
Verkefni Sigríðar var hluti af stærri rannsókn sem hefur staðið yfir frá árinu 2000. Þetta er samstarfsverkefni milli Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og háskólans í Bern í Sviss. 
 
„Í upphafi var áherslan á sjúkdóminn sjálfan þ.e., 1) hvaða ofnæmisvakar í smámýinu valda sumarexemi og 2) hver er ferill sjúkdómsins? Ofnæmisvakarnir eru prótein úr munnvatnskirtlum flugunnar og nú hafa sextán ofnæmisvakar verið skilgreindir og framleiddir. Við vitum í dag að sumarexem er ofnæmi gegn þessum vökum, hesturinn framleiðir svokölluð IgE mótefni gegn ofnæmisvökunum sem leiðir til þess að hesturinn fær útbrot með miklum kláða þegar hann er bitinn, sem geta orðið blæðandi sár,“ segir Sigríður.
„Grundvöllurinn fyrir því að þróa meðferð gegn sumarexemi var að skilja sjúkdóminn betur. Með því að svara þessum tveimur spurningum sem ég minntist á hérna á undan var lagður grunnurinn að því að hægt væri að byrja þróun á meðferðum til að fyrirbyggja og/eða meðhöndla sumarexem,“ segir Sigríður. 
 
Niðurstöður rannsókna Sigríðar benda á tvö úrræði gegn sumarexemi. Annars vegar fyrirbyggjandi meðferð með bólusetningu í eitla og hins vegar meðhöndlun um munn með byggi.
 
Sumarexem er ofnæmi gegn biti smámýs og lýsir sér sem húðútbrot og kláði. Heilt yfir er tíðni sumarexems 26–34% hjá útfluttum íslenskum hestum. 
 
 
Meðhöndlun um munn með byggi í prófun vestanhafs
 
„Við þróun á meðhöndlun sem gæti læknað hesta af sumarexemi fórum við ekki hefðbundna leið. Við höfum verið í samvinnu við ORF Líftækni sem framleiðir prótein í byggi, nánar tiltekið í fræi byggsins. ORF Líftækni hefur framleitt bygg með ofnæmisvaka í fræinu. Fræin voru svo mulin og leyst upp í saltvökva og hestunum gefið þessi byggblanda um munn. Til að meðhöndla hesta um munn hönnuðum við mél sem hægt var að setja byggblönduna inn í. Með meðhöndlun um munn með byggi fengust vænlegar niðurstöður,“ segir Sigríður en nú þegar er farið að prófa þessa meðhöndlun á íslenskum hestum með sumarexem sem eru í eigu Cornell-háskóla í Íþöku í Bandaríkjunum.
 
Fyrirbyggjandi meðferð
 
„Við þróun á fyrirbyggjandi meðferð notuðum við ofnæmisvaka og var þeim sprautað í eitla ásamt ónæmisglæðum þrisvar sinnum yfir 8 vikna tímabil. En ónæmisglæðar eru efni sem stýra og efla ónæmissvar. Við vildum reyna að stýra ónæmissvarinu frá ofnæmi þannig að þegar hestur er bitinn myndi hann ekki framleiða IgE mótefnin og þar af leiðandi ekki fá einkenni sumarexems. Vænlegar niðurstöður fengust þegar hestarnir voru sprautaðir í eitla með ofnæmisvökum í blöndu af ónæmisglæðum,“ segir Sigríður.
 
„Við þróun á fyrirbyggjandi meðferð notuðum við ofnæmisvaka og var þeim sprautað í eitla ásamt ónæmisglæðum þrisvar sinnum yfir 8 vikna tímabil.“
 
Áskorunartilraun framundan
 
Næstu skref í þessum rannsóknum felast í prófunum á fyrirbyggjandi bólusetningu á hrossum en sú tilraun fer í gang árið 2019 ef fjármagn fæst til rannsóknarinnar. 
 
„Í áskorunartilrauninni yrðu um tuttugu hestar bólusettir hérna heima og fluttir út ásamt tuttugu óbólusettum hestum. Þessir fjörutíu hestar þyrftu helst að vera á sama svæði svo samanburðurinn væri raunhæfur. Síðan þarf að fylgja þeim eftir í þrjú ár til að geta sagt til um árangur bólusetningarinnar, það er að segja hvort hestarnir séu varðir. Við erum því komin á mjög spennandi stað í þessum rannsóknum,“ segir Sigríður, sem mun færa sig um set og flytja til Sviss í lok mánaðarins og halda áfram að rannsaka sumarexem við háskólann í Bern.
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...