Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Tilgreina á uppruna bæði á íslensku og erlendu kjöti
Fréttir 15. febrúar 2017

Tilgreina á uppruna bæði á íslensku og erlendu kjöti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf nýverið út reglugerð um tilgreiningu á upprunalandi eða upprunastað fyrir nýtt, kælt og fryst kjöt af svínum, sauðfé, geitum og alifuglum.

Með reglugerðinni er skylt að tilgreina á umbúðamerkingum hvar dýrið er alið og hvar því er slátrað. Ef kjöt er úr dýrum sem voru fædd, alin og slátrað í sama landi þá er heimilt að tilgreina eitt upprunaland undir uppruna. Neytendur eiga rétt á þessum upplýsingum um bæði pakkað og ópakkað kjöt.

Tilgreina á uppruna bæði á íslensku og erlendu kjöti.

Sambærileg reglugerð Evrópusambandsins (ESB) nr. 1337/2013 tók gildi í Evrópu á árinu 2015 en ákveðið var að setja séríslenska reglugerð á meðan beðið væri eftir að reglugerðin yrði tekin upp í EES-samninginn. Árið 2011 innleiddi Ísland reglugerð ESB um upprunamerkingar á nautakjöti.

Markmið reglugerðarinnar er að auka rekjanleika afurða, fyrirbyggja villandi merkingar og gera neytendum betur kleift að taka upplýsta ákvörðun við kaup á kjötvörum.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...